19. apríl 2016

Yfirlýsing frá UNICEF vegna brottnáms barna frá Eþíópíu

UNICEF fordæmir með öllu að um 100 börn í vesturhluta Eþíópíu hafi verið numin á brott á föstudag eftir hrottalega árás vopnaðra manna á heimabæ þeirra. Árásarmennirnir eru að sögn frá Suður-Súdan. Óstaðfestar fréttir herma að börn séu einnig meðal látinna og særðra eftir árásina.

UNICEF fordæmir með öllu að um 100 börn í vesturhluta Eþíópíu hafi verið numin á brott á föstudag eftir hrottalega árás vopnaðra manna á heimabæ þeirra. Árásarmennirnir eru að sögn frá Suður-Súdan. Óstaðfestar fréttir herma að börn séu einnig meðal látinna og særðra eftir árásina.

Starfsfólk okkar vinnur nú við að meta ástand þeirra barna sem urðu fyrir þessari hræðilegu og ofbeldisfullu árás. Við erum reiðubúin að veita þeim hjálp sem eiga um sárt að binda.

Sérhver árás á barn, burtséð frá ástæðu og umhverfi, er skýlaust brot á mannréttindum og um leið árás á sameiginlega mennsku okkar. Á meðan eþíópísk stjórnvöld vinna að því að leysa börnin úr haldi, kallar UNICEF eftir því að börnunum verði skilað til fjölskyldna sinna svo fljótt sem auðið er og án allra skilyrða.

Fleiri
fréttir

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira
Fara í fréttasafn