
Ævintýri banka upp á – komdu með í fjölskylduferðalag um Múmíndalinn með UNICEF. Búðu til betri heim og ný ævintýri með barninu þínu – fyrir öll börn.
Unicef á Íslandi hefur í samstarfi við Múmín, Þykjó og Ævar Þór Benediktsson hannað ævintýralega upplifun fyrir börn.
Til að hefja ferðalagið sendum við ykkur Múmínálfa leikhús ásamt sögum-, leikspjöldum og fleiri óvæntum glaðningum. Ferðalagið og ævintýrið í Múmíndal mun standa yfir í 12 mánuði, með póstsendingu í hverjum mánuði með nýjum sögum, leikjum og karakterum.
Sem Heimsforeldri hjálpar þú börnum um allan heim þar sem þörfin er mest, bæði í langtímaverkefnum og neyð.
Við hlökkum til að hefja dýrmætt og lærdómsríkt ævintýri með ykkur. Takk fyrir að taka þátt í því að búa til betri heim fyrir öll börn.
Ert þú nú þegar Heimsforeldri og vilt upplifa ævintýri í Múmíndal? Hafðu samband á unicef@unicef.is eða í síma 5526300
Hvað færð þú í
Múmínferðalaginu?
Algengar spurningar um Múmínverkefnið
Þú færð eina sendingu í mánuði á meðan þú ferðast um Múmíndalinn með okkur.
Fyrsta sendingin kemur til þín í mánuðinum eftir að þú skráir þig.
Árið 2022 hóf UNICEF á Íslandi samstarf við Moomin Characters Ltd. Samstarfið byggði á því að hanna áskriftarleið fyrir Heimsforeldra UNICEF sem myndi bæði efla lestrarskilning og áhuga barna og tryggja börnum útum allan heim aðgengi að menntun.
Múmín hugmyndafræðin á rætur að rekja til grunngilda um kærleika, umburðarlyndi og ævintýri, gildi sem UNICEF tileinkar sér líka.
12 mánaða ævintýrið um Múmíndal hefst á því að Heimsforeldrar fá sent til sín múmínálfa leikhús. Við bætum svo við í hverjum mánuði karakterum, söguspjöldum, leikjaspjöldum og aukahlutum í umhverfið fyrir leikhúsið. Þannig getur þú ásamt barni þínu skapað sannkallaðan ævintýraheim. Markmið okkar er að hvetja börn til að leika sér, nota ímyndunaraflið og sköpunarkraftinn, samhliða því að skapa gæðatíma utan skjás fyrir fjölskylduna.
Leikur er mikilvægur miðill fyrir lesþroska barna. Á meðan börn leika sér og eiga samskipti fá þau aukið innsæi um það hvernig tungumál virkar. Þau æfa sig í fjölmörgum blæbrigðum í þykjustuleik og öðlast innsýn í merkingu ritaðs máls.
Framlög Heimsforeldra UNICEF eru kjarnaframlög samtakanna og tryggja meðal annars aðgengi barna að menntun útúm allan heim.
Með því að skrá þig í ferðarlagið um Múmíndal skráir þú þig sem Heimsforeldri UNICEF.
Við fengum með okkur í lið frábæra samstarfsaðila til að vinna og hanna verkefnið.
Ævar Þór Benediktsson rithöfundur, leikari og sendiherra UNICEF á Íslandi, tók þátt í hugmyndavinnu, uppsetningu og verkefnum á leikjaspjöldum. Ævar lánaði okkur líka rödd sína fyrir auglýsingu verkefnisins.
Þverfaglegi hópurinn Þykjó tók upplifunarhönnun verkefnisins í fangið og mætti segja að þær hafi búið í Múmínheimi á meðan á verkefninu stóð. Þykjó er hópur hönnuða með fjölbreyttan bakgrunn sem samnýta ólíka sérþekkingu í teymisvinnu sinni.
Lágmarksupphæð til að skrá sig eru 4500 krónur. Það eru hins vegar engar takmarkanir fyrir hámarksupphæð á framlagi Heimsforeldra.
Ferðalag þitt með múmínfjölskyldunni stendur yfir í 12 mánuði. Sem Heimsforeldri tilheyrir þú einnig annarri og stærri fjölskyldu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Með mánaðarlegu framlagi þínu styrkir þú ekki eitt barn, heldur hjálpar börnum um allan heim í gegnum starf UNICEF í yfir 190 löndum. Heimsforeldrar mynda öryggisnet fyrir öll börn og gera heiminn að betri stað, til frambúðar.
Sem Heimsforeldri vinnur þú gegn barnaþrælkun og barnahjónaböndum, tryggir börnum menntun, hreint vatn, næringu, húsaskjól, neyðaraðstoð og sálrænan stuðning svo fátt eitt sé nefnt.
Þetta er fjölskylduferðalag sem er svo sannarlega þess virði að fara í.
Eftir að 12 mánaðarferðarlaginu um Múmíndal lýkur, þá tekur við annað ferðarlag þar sem við höldum áfram að skoða áhrif þín á líf barna útúm allan heim sem Heimsforeldri.
Lágmarks binditími áskriftar eru 6 mánuðir frá nýskráningu. Það er gert til að halda öllum framleiðslukostnaði í lágmarki.
Heimsforeldrar styðja mikilvæg störf UNICEF í þágu velferðar og réttinda allra barna.
Sem Heimsforeldri gætir þú að velferð barna um heim allan. Þú hjálpar börnum sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum.
Í dag gæti gjöf þín sem Heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun.
Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim þar sem þörfin er mest hverju sinni.
UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og erum á vettvangi í yfir 190 löndum. Vertu með!
Allur stuðningur við starf UNICEF er mikilvægur. Við fögnum því hverju einasta framlagi. Það sem gerir mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra hins vegar einstakar er að þær gera okkur kleift að skipuleggja starfið til lengri tíma og stuðla þannig að varanlegum breytingum til frambúðar. Auk þess er stuðningur Heimsforeldra ekki eyrnamerktur tilteknu svæði eða börnum, heldur fer framlagið þangað sem þörfin er mest hverju sinni.
UNICEF er til staðar í yfir 190 löndum, við erum með sérfræðinga á vettvangi sem meta það hver þörfin er hverju sinni og hvaða verkefni þurfa að vera í forgangi. Kjarnarframlög Heimsforeldra eru sveigjanlegt fjármagn sem gefur okkar fólki á vettvangi rými til að meta þörf barna og aðstæður hverju sinni og setja fjármagnið þar sem þörfin er mest.
Þar sem UNICEF er á vettvangi gera kjarnaframlög okkur kleift að bregðast við um leið og neyðarástand verður. Við erum undirbúin þeim og fáum fjármagn frá kjarnaframlögum Heimsforeldra til að bregðast samstundis við, því við vitum að hver einasta sekúnda skiptir máli.
Kjarnaframlög Heimsforeldra gera okkur því kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað og sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli. Það er afar dýrmætt að geta stýrt framlögum þangað sem neyðin er mest, óháð kastljósi fjölmiðla.
Mánaðarlega framlag þitt styður við vinnu UNCEF í yfir 190 löndum. UNICEF vinnur hörðum höndum að því að bæta heiminn fyrir öll börn svo að öll börn fái jöfn tækifæri til að lifa og dafna. Framlag þitt getur farið í þá langtímavinnu að tryggja öllum börn lífsnauðsynlegar bólusetningar, aðgengi að menntun, aðgengi að drykkjarhæfu vatni, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, standa vörð um grunnréttindi barna svo eitthvað sé nefnt.
Þar sem UNICEF er á vettvangi í yfir 190 löndum, vinnum við náið með fjölskyldum, samfélögum og ríkisstjórnum til að ná sem mestum árangri fyrir öll börn.
Þú verður hluti af langtímavinna UNICEF til að gera heiminn betri fyrir öll börn.
Á einu ári getur 3500 kr. mánaðarlega framlag þitt t.d.
- Hreinsað yfir 400 þúsund lítra af vatni svo það sé drykkjarhæft
- Bólusett 700 börn gegn mislingum
- Bjargað lífi 14 barna sem þjást af alvarlegri vannæringu með 3 vikna næringarmeðferð þar sem þau fá 3 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki daglega.
Takk fyrir að styðja vinnu UNICEF út um allan heim.
Við reynum að halda öllum aukalegum bankakostnaði í lágmarki svo sem mest af framlaginu skili sér áleiðis á réttan stað. Til að sleppa við færslugjöld er hægt að skrá kredit/debetkort í staðinn.
Í upphafi ferðarlagsins um Múmíndal færð þú sent múmín leikhús til að setja saman, karaktera í leikhúsið, bakgrunna, kort af Múmíndal þar sem sagan okkar gerist og límmiða til að merkja inn á kortið þá staði sem þú hefur heimsótt. Við bætum svo við í hverjum mánuði karakterum, söguspjöldum, leikjaspjöldum og aukahlutum í umhverfið fyrir leikhúsið. Þannig getur þú ásamt barni þínu skapað sannkallaðan ævintýraheim.
Ef pakkinn þinn hefur ekki borist er best að hafa samband við okkur á unicef@unicef.is eða í síma 5526300.
Í skráningarpóstinum sem þú færð eftir að þú skráir þig sem Heimsforeldri, getur þú skráð nafnið á þeim aðila sem á að fá póstsendingar. Ef um annað heimilisfang er að ræða en þitt eigið þá er best að hafa samband við okkur á unicef@unicef.is eða í síma 5526300.
Ef þú ert nú þegar Heimsforeldri og vilt upplifa ævintýri í Múmíndal þá getur þú haft samband á unicef@unicef.is eða í síma 5526300.
Hafðu samband við okkur á unicef@unicef.is eða í síma 5526300, hlökkum til að heyra í þér :)
Hafðu samband við okkur
Sendu okkur línu
Hringdu í okkur
Kíktu í heimsókn
Opið mán - fim 09:00 - 16:00 | Fös 09:00 - 13:00 | Lokað í hádeginu