Neyðarsöfnun
fyrir vannærð börn
Hjálpaðu
Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur.
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015 kennitala: 481203-2950.
Rúmlega tuttugu milljónir barna þjást vegna hamfaraþurrka á Afríkuhorninu. Fjöldi barna í neyð í ríkjunum Eþíópíu, Kenía og Sómalíu hefur tvöfaldast síðustu sex mánuði.
Hungur, vatnsskortur og sjúkdómar herja á börn Afríkuríkjanna sem gjalda nú fyrir loftslagsbreytingar, átök, efnahagsþrengingar, matvælaskort og hækkun matvælaverðs. Uppskerubrestur og dauði búfénaðar vegna verstu þurrka á svæðinu í 40 ár auka síðan á neyð íbúa.
Börn ríkja Afríkuhornsins þurfa á áframhaldandi stuðningi þínum að halda. Milljónir barna þurfa tafarlausa meðferð við alvarlegri bráðavannæringu. Með þínum stuðningi getur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, haldið áfram að veita börnum og fjölskyldum þeirra lífsnauðsynlega næringaraðstoð, heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og útvega hreint og öruggt drykkjarvatn. Stuðningur þinn skiptir máli.
Vertu vonin í lífi barna í neyð.