Neyðarsöfnun

fyrir vannærð börn

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Milljónir barna undir fimm ára aldri eru á heljarþröm hungurs og alvarleg vannæring hefur skapað neyðarástand í mörgum fátækustu ríkjum veraldar.  Stríð, hamfaraþurrkar, afleiðingar loftslagsbreytinga og efnahagserfiðleika eftir heimsfaraldurinn ógna nú lífi barna. Þar sem ástandið er verst, eins og á Afríkuhorni, eru ríki á barmi hungursneyðar.

Með því að senda SMS-ið NEYD í númerið 1900 gefur þú 2.900 krónur í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi.

Fyrir þá upphæð er hægt að kaupa 58 pakka af næringarríku jarðhnetumauki sem er nóg til að veita vannærðu barni þriggja skammta meðferð í þrjár vikur og von um bata af þessum lífshættulega kvilla.

Ekkert barn ætti að þjást vegna hungurs og vannæringar. Ekki þegar við höfum lausnir til að takast á við og koma í veg fyrir það.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið að auka viðbragð sitt við þessu hörmungarástandi síðustu vikur og mánuði. Til að ná til þessara barna áður en það er um seinan. Auka forvarnir á upphafsstigum vannæringar, greiningu, meðhöndlun á rýrnun og vannæringu og auka aðgengi að hreinu vatni, jarðhnetumauki og öðrum næringarhjálpargögnum. Stjórnvöld, mannúðarsamtök og sterkefnaðir einkaaðilar treysta UNICEF fyrir þessu verkefni.

Vertu vonin og láttu þitt SMS skipta máli.

Skerum upp herör gegn hungri.

Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 (2.900 kr.)

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á reikning 701-26-102015 og kt. 481203-2950.