Réttindaskóli á leikskólastigi

UNICEF á Íslandi vinnur með 19 leikskólum í Kópavogi, Akureyri, Borgarbyggð og Reykjavík að þróun Réttindaskóla UNICEF á leikskólastigi.

Reynsla er komin á innleiðingu Barnasáttmálans á grunnskólastigi bæði hérlendis og í þúsundum skóla víðsvegar um heiminn. Hins vegar er skortur á heildstæðu innleiðingarferli fyrir leikskólastigið eins og er en sú vinna er kominn vel af stað.

Hugmyndafræði Réttindaskóla UNICEF byggir á heildstæðri sýn á sambandi barna, skóla og samfélags.

Markmið Réttindaskóla UNICEF eru:

✓ Aukin þekking á mannréttindum – starfsfólk og börn auka þekkingu sína á réttindumbarna

✓ Lýðræði – börn fá reglubundin tækifæri til þess að taka þátt í ákvarðanatöku

✓ Eldmóður fyrir mannréttindum – börn eru hvött til þess að beita sér fyrir réttindum sínum og annara

✓ Forsendur Barnasáttmálans hluti af daglegu starfi – stjórnendur vinna með markvissum hætti að því að gera sáttmálann að viðmiði í stjórnsýslu skóla- og frístundastarfs

✓ Samstarf – samstarf skóla við alla sem koma að uppeldi barnsins með það að markmiði að raungera réttindi barnsins.

Með þessi fimm mælanlegu langtímamarkmið réttindaskóla að leiðarljósi stefna Réttindaskólar að því að börn: læri um réttindi sín - læri í umhverfi sem styður við réttindi þeirra - læri að hafa áhrif og beiti sér fyrir réttindum sínum og annara.

Opnað verður formlega fyrir umsóknir leikskóla haustið 2023. Ef þig vantar frekari upplýsingar um verkefnið eða vilt skrá þinn leikskóla strax til leiks, getur þú haft samband á rettindaskoli@unicef.is.

rettindaskoli@unicef.is

Sendu okkur línu

Hringdu í okkur

Kíktu í heimsókn

Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður

Opið mán - fim 09:00 - 16:00 | Fös 09:00 - 13:00 | Lokað í hádeginu