04. september 2017

Flóð í Suður-Asíu: Milljónir barna í hættu

Frá því um miðjan ágúst hafa að minnsta kosti 1288 manns látið lífið í miklum flóðum í Nepal, Indlandi og Bangladess og óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna.

UNICEF áætlar að um 16 milljón börn og fjölskyldur þeirra þurfi á lífsnauðsynlegri hjálp að halda eftir mikil flóð af völdum monsúnrigninga í Suður-Asíu undanfarnar vikur. Milljónir fleiri eru í hættu.
Frá því um miðan ágúst hafa að minnsta kosti 1288 manns látið lífið í miklum flóðum í Nepal, Indlandi og Bangladess og óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna.

Hundruð þúsunda heimila hafa skemmst eða eyðilagst og skólar eru á kafi í vatni. Um er að ræða ein mestu flóð í Suður-Asíu í áratugi.
Flóðin hafa gengið yfir svæði sem eru viðkvæm fyrir og munu hafa langvarandi áhrif, meðal annars vegna eyðileggingar á uppskeru. Mörg svæði eru enn óaðgengileg þar sem vegir, brýr og flugvellir hafa eyðilagst í hamförunun.

UNICEF er á staðnum og vinnur náið með ríkisstjórnum og samstarfsaðilum í Nepal, Indlandi og Bangladess við að veita neyðaraðstoð. Með hjálp heimsforeldra hefur UNICEF náð útvega hjálpargögn, meðal annars vatnshreinsitöflur, mat og teppi, og vinnur nú að því að setja á fót tímabundna kennsluaðstöðu þar sem þarf til þess að skólastarf raskist sem minnst.

Börn eru hvað viðkvæmust gagnvart náttúruhamförum sem þessum og mikilvægt að tryggja þeim nauðsynlega læknisaðstoð, næringu, ómengað drykkjarvatn og vernd. UNICEF leggur nú áherslu á að bregðast við brýnustu þörfum barnanna á svæðinu – tryggja hreint vatn og hreinlætisvörur til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma - auk þess sem starfsfólk vinnur að því að dreifa matvælum og koma á fót öruggum neyðarskýlum sem börn og fjölskyldur þeirra geta leitað til.

Aðstæður eru erfiðar og eyðileggingin mikil og þörf er á að auka neyðaraðgerðirnar.
Við höldum áfram að fylgjumst náið með stöðunni og færum fréttir jafnóðum og þær berast.

Fleiri
fréttir

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira
Fara í fréttasafn