Hjálpaðu
Hringdu í 907-3014 og gefðu 3.000 krónur.
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015
Kennitala: 481203-2950
Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123 789 6262 eða @unicef.
Hörmungar barna á Gaza halda áfram, UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, auk annarra stofnana Sameinuðu þjóðanna lýstu yfir hungursneyð í Gaza-borg í ágúst 2025. Og ógn hungursneyðar vofir yfir enn.
Tveggja ára átök, endurtekinn flótti og alvarlegar takmarkanir á aðgengi mannúðaraðstoðar – ásamt síendurteknum truflunum á aðgengi að mat, vatni, læknisaðstoð, stuðningi við landbúnað, búfjárhald og fiskveiðar – og hrun heilbrigðis-, hreinlætis- og markaðskerfa skapa allt hörmungaraðstæður fyrir börn og fjölskyldur.
Vannæring meðal barna í Gaza eykst með skelfilegum hraða. Aldrei fyrr hefur hærra hlutfall barna glímt við vannæringu en í ágúst síðastliðnum þegar hlutfall barna sem greind voru með bráðavannæringu fór úr 8,3% í júlí í 13,5% í ágúst. Í Gaza-borg, þar sem hungursneyð var lýst yfir, jókst hlutfallið í 19% og þar er nú fimmta hvert barn vannært. Hver mínúta skiptir því raunverulegu máli.
UNICEF heldur í von um viðvarandi og öruggan aðgang að Gaza-ströndinni til að veita öllum þeim börnum og fjölskyldum sem þurfa á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda. Flutningabílar UNICEF og samstarfsaðila bíða við landamærin með nægar birgðir til að fæða alla íbúa Gaza-strandarinnar í nokkra mánuði.
Við höldum áfram að fjárafla í neyðarsöfnun fyrir börn á Gaza, ávallt tilbúin að hlaupa til þegar færi gefst á næstu afhendingu lífsnauðsynlegra hjálpargagna.
UNICEF kallar eftir varanlegu vopnahléi og ótakmörkuðu aðgengi mannúðaraðstoðar á svæðið.
Börnin á Gaza þurfa á þínum stuðningi að halda.

