Menu

Um UNICEF

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

© UNICEF/ Zmey

Hvað drífur okkur áfram? Árangur sem hefur bein áhrif á börn!

Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Þetta er okkar helsti drifkraftur. 

Barátta UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fjölmennari hópur barna fær meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr.

UNICEF stendur fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.

 

Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu.

Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna. UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf.

Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Öll börn eiga sama rétt, en því miður fá ekki öll börn notið réttar síns. Þessu viljum við breyta!

© UNICEF

Með hjálp fólks um allan heim vinnum við að því að gæta allra barna. 

Innlend og erlend útgáfa UNICEF

UNICEF er leiðandi í þekkingu um málefni barna á heimsvísu og stundar víðtækar rannsóknir á öllu því sem við kemur börnum. Þetta gerir UNICEF bæði hérlendis og erlendis. Vandlega er farið í saumana á því hvernig börnum reiðir af, skoðaðar þær ógnir sem að þeim steðja, fylgst með framþróun í ólíkum málaflokkum og komið með markvissar ábendingar um hvað betur megi fari. UNICEF gefur af þessum sökum út mikið úrval af skýrslum, ritum og handbókum á hverju einasta ári. 

Hjálpaðu okkur að berjast fyrir réttindum barna

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna. 

Við viljum gjarnan heyra frá þér

Þú getur skrifað okkur skilaboð hér að neðan, hringt í síma 552 6300 eða komið við á skrifstofu okkar á Laugavegi 176, 105 Reykjavík. Hún er opin alla virka daga frá klukkan 09:00-17:00. Við hlökkum til að heyra frá þér.

Hafa samband