Menu

Ég vil gerast heimsforeldri!

Sem heimsforeldri UNICEF tekur þú þátt í að berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu. Heimsforeldrar styðja ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpa börnum um allan heim.

Heimsforeldrar taka þátt í baráttu sem bætir heiminn til lengri tíma litið.

Ég er heimsforeldri

Ertu þegar heimsforeldri? Takk fyrir ómetanlegan stuðning! Á sérstakri síðu okkar fyrir heimsforeldra finnur þú allar upplýsingar um baráttuna sem þú tekur þátt í og finnur svör við praktískum atriðum.  ​

Baráttufólk fyrir réttindum barna

Heimsforeldrar eru hugsjónafólk sem hjálpa börnum um allan heim. Heimsforeldrar hjálpa börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum – allan ársins hring.

Heimsforeldrar UNICEF berjast fyrir réttindum allra barna

Sem heimsforeldri gætir þú að velferð barna um heim allan. Þú hjálpar börnum sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum. 

Í dag gæti gjöf þín sem heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun.

Sem heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim þar sem þörfin er mest.

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og erum á vettvangi í yfir 190 löndum. Vertu með!

Saman getum við gert heiminn að betri stað. 

Hvers vegna er mánaðarlegur stuðningur mikilvægur?

Allur stuðningur við starf UNICEF er mikilvægur og við fögnum hverju einasta framlagi. Mánaðarlegar gjafir heimsforeldra eru þó einstakar því þær gera okkur kleift að aðstoða þar sem neyðin er mest, óháð kastljósi fjölmiðla.

UNICEF er í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu. Þú getur verið með.