Búðu til pláss mánaðarlega um 3.000 kr.

Upplýsingar um þig
skilmála UNICEF
Búðu til pláss
í hjartanu þínu

Í 20 ár hafa tugþúsundir Íslendinga búið til pláss í hjartanu sínu í hverjum mánuði fyrir réttindi og velferð milljóna barna um allan heim.

Í samvinnu við Heimsforeldra hefur UNICEF tryggt börnum í neyð næringu, heilbrigðisþjónustu, menntun og vernd og fjárfest í langtímauppbyggingu samfélaga í þágu barna í yfir 190 löndum.

Búðu til pláss í hjartanu þínu – fyrir öll börn.

Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim þar sem þörfin er mest hverju sinni.

Í dag gæti gjöf þín sem Heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða aðgang að hreinu vatni.

Fyrir 5.000 krónur á mánuði er meðal annars hægt að útvega 200 skammta af bóluefni gegn mænusótt.

Algengar spurningar

Heimsforeldrar UNICEF mynda net sem nær um alla heimsbyggðina og grípur bágstödd börn sem þurfa hjálp. Sem Heimsforeldri gætir þú að velferð barna um heim allan. Þú hjálpar börnum sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum – allan ársins hring.

Í dag gæti gjöf þín sem Heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun. Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim.

Heimsforeldrar eru hugsjónafólk. Mánaðarleg gjöf þeirra gerir UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf til lengri tíma litið og beita sér á heimsvísu.

Saman vinna Heimsforeldrar og UNICEF að réttindum allra barna og drífa áfram varanlegar umbætur sem breyta heiminum. Á hverjum degi sést árangur af þessu sameiginlega starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á börn og færir þeim von og betra líf.

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og erum á vettvangi í yfir 190 löndum. Við njótum mikils trausts, leggjum áherslu á víðtæka samvinnu og erum því í einstakri stöðu til að búa börnum betra líf og þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Viltu taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur?

Þú getur skráð þig hér á skráningarsíðu Heimsforeldra eða haft samband við okkur í síma 552 6300. Við hlökkum til að heyra frá þér. Að skrá sig sem Heimsforeldri tekur einungis augnablik en hefur samstundis áhrif á börn um víða veröld.

Styrkur Heimsforeldra er valfrjáls og upphæð gjafarinnar er því mismunandi frá einu Heimsforeldri til annars. Algengast er þó að styrkurinn nemi á bilinu 3.000-5.000 krónum á mánuði. Styrktarupphæð má alltaf breyta.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð.

Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja.

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra. Þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Á hverjum degi sjáum við árangur af starfi okkar – árangur sem hefur bein áhrif á líf barna vítt og breitt um heiminn. Þetta er okkar helsti drifkraftur.

UNICEF á mikinn þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fjölmennari hópur barna fær meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. UNICEF stendur fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.

Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

UNICEF nýtur mikils trausts og leggur áherslu á víðtæka samvinnu við yfirvöld, félagasamtök, samfélög og börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Við gegnum leiðandi hlutverki í hjálparstarfi fyrir börn og erum því í einstakri stöðu til að þrýsta á um stórfelldar breytingar sem hafa áhrif á heimsvísu.

Hér getur þú lesið meira um það hvernig við gerum heiminn að betri stað fyrir börn – með þinni hjálp. Þar sem allt okkar starf byggist á frjálsum framlögum gætum við án stuðnings Heimsforeldra og styrktaraðila okkar ekki verið til staðar fyrir öll þau börn sem við hjálpum á hverjum degi. Þið gerið starf okkar mögulegt. Takk!

Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt ákveðið barn heldur rennur mánaðarleg gjöf þín til baráttu fyrir börn um allan heim. Heimsforeldrar gera UNICEF þannig mögulegt að berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu og stuðla að breytingum sem gera heiminn betri til frambúðar.

Þú hjálpar okkur til dæmis að draga markvisst úr barnadauða: Veita heilsugæslu, lyf, bólusetningar, moskítónet, útvega hreint vatn og veita vannærðum börnum hjálp.

Þú hjálpar okkur að koma fleiri börnum í skóla, hjálpar börnum sem hafa orðið fyrir barnaþrælkun og gerir okkur kleift að veita HIV-smituðum börnum lyfjameðferð.

Með þinni hjálp höfum við síðan áhrif á ákvarðanatöku yfirvalda, berjumst fyrir því að rödd barna fái að heyrast og að réttindi allra barna séu virt – alltaf, alls staðar.

Þú hjálpar okkur líka að bregðast við neyðarástandi, vera fyrst á vettvang og bjarga lífum. Gjöf þín gerir okkur kleift að bregðast við óháð því hvar kastjós fjölmiðla er.

Framlagið fer alltaf þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Það er mjög mikilvægt. Þetta fyrirkomulag – að eyrnamerkja ekki fjárframlög Heimsforeldra – er meðal þess sem gerir stuðning þeirra svo dýrmætan. Það er mikilvægt fyrir hjálparstarf okkar að geta ráðstafað framlögunum eftir því hvar þeirra er mest þörf.

Gjafir Heimsforeldra gefa okkur þannig kost á mikilvægri yfirsýn og gera okkur kleift að berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu. Auk þess getum við brugðist hratt og örugglega við á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipulagt hjálparstarf til lengri tíma og beitt okkur á heimsvísu.

Á fréttasíðu UNICEF má finna sögur af vettvangi og hvernig hjálp Heimsforeldra breytir lífi barna til frambúðar um víða veröld.

Já, hjálpin skilar sér og starf UNICEF hefur sannarlega áhrif. Það á þátt í því að fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, tíðni barnadauða hefur lækkað gríðarlega á heimsvísu (daglega deyja mörg þúsund færri börn en áður), margfalt fleiri börn fá meðferð við HIV nú en fyrir einungis fáeinum árum, nánast hefur tekist að uppræta hinn skelfilega sjúkdóm mænusótt, fleiri börn hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr og áfram mætti telja. Þessu erum við ákaflega stolt af.

Þegar neyðarástand brýst út vegna jarðskjálfta, stríðsátaka, langvarandi þurrka, flóða og annarra hamfara höfum við aftur og aftur getað brugðist hratt við og veitt ótal börnum lífsbjörg. Við sjáum einnig að starf okkar á Íslandi hefur haft áhrif. Stjórnvöld hafa meðal annars gripið til aðgerða eftir tillögur og athugasemdir frá okkur um hvað betur megi fara varðandi börn hér á landi.

Já, Heimsforeldrar hjálpa börnum á Íslandi. Þótt börn hér á landi séu gegnumgangandi ekki stríðshrjáð, haldin alvarlegri bráðavannæringu, lífshættulega veik eftir að hafa drukkið óhreint vatn eða fórnarlömb barnaþrælkunar, steðja engu að síður að þeim hættur sem UNICEF berst af krafti gegn. Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmyndum er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Við höfum líka til dæmis rannsakað efnislegan skort hjá börnum hér á landi. Hér getur þú lesið meira um réttindagæsluna okkar á Íslandi og séð hvaða skýrslur við höfum gefið út.

Þetta mikilvæga starf styðja Heimsforeldrar UNICEF.

Langstærsti hluti af framlögum Heimsforeldra fer þó til að bæta aðstæður barna í efnaminnstu ríkjum heims. Barna sem hafa til dæmis aldrei komist í skóla, aldrei lært að lesa og skrifa, barna sem eru á flótta og barna sem eru í lífshættu vegna næringarskorts.

Allur stuðningur við starf UNICEF er mikilvægur. Við fögnum því hverju einasta framlagi.

Það sem gerir reglulegan stuðning Heimsforeldra hins vegar svo einstakan er að hann gerir okkur kleift að skipuleggja starf okkar til lengri tíma og ná þannig árangri sem gerir heiminn að betri stað til frambúðar.

Heimsforeldrar gera UNICEF mögulegt að vinna að réttindum barna á heimsvísu og hafa gríðarleg áhrif á líf barna um allan heim. Á hverju ári færa Heimsforeldrar milljónum barna von og betra líf.

Heimsforeldrar greiða mánaðarlega upphæð að eigin vali. Hægt er að velja um tvenns konar greiðslufyrirkomulag: Annars vegar beingreiðslu af bankareikningi og hins vegar reglulega skuldfærslu með kreditkorti.

Hvort tveggja er öruggur greiðslumáti sem hefur í för með sér lægri kostnað fyrir UNICEF en möguleikar á borð við greiðsluseðla og gíróseðla. Við leggjum mikla áherslu á að lágmarka allan kostnað.

Stutta svarið er nei, því miður. Að senda gíróseðil eða greiðsluseðil er kostnaðarsamara en beingreiðsla af bankareikningi eða skuldfærsla með kredikorti.

Við leggjum mikla áherslu á að halda öllum kostnaði við fjáröflun okkar í lágmarki.

Mikilvægt er að tilkynna okkur um það þegar skipt er um bankareikning eða kreditkort. Að öðrum kosti munu styrkir ekki berast okkur.

Öruggast er að hringja í okkur í síma 552 6300 og tilkynna um nýjar upplýsingar. Við mælum gegn því að svo viðkvæmar upplýsingar séu sendar með tölvupósti.

Breytingar á heimilisfangi eða tölvupóstfangi má tilkynna okkur með því að senda póst á netfangið: unicef@unicef.is eða hringja í okkur í síma 552 6300. Endilega látið okkur vita um allar slíkar breytingar svo við getum tryggt að ykkur berist áfram samskiptaefni frá okkur. Takk takk!

Þú getur hækkað eða lækkað framlag þitt hvenær sem er. Þú sendir okkur einfaldlega línu á netfangið unicef@unicef.is eða hefur samband í síma 552 6300.

Takk fyrir stuðninginn!

Að vera Heimsforeldri er algjörlega valfrjálst.

Heimsforeldrar geta því hætt hvenær sem þeir kjósa. Þú hefur einfaldlega samband við okkur í síma 552 6300 og við afskráum þig samdægurs.

Vegna vinnulags banka og greiðslukortafyrirtækja kann sú staða þó að koma upp að ekki sé ekki hægt að stöðva skuldfærslu fyrir komandi mánuð.

Þú velur hvort þú vilt vera í rafrænum samskiptum við okkur eða fá efni sent heim til þín í pósti. Veljir þú að fá efni sent í gegnum netfangið þitt heyrir þú reglulega frá okkur, til dæmis með sögum af vettvangi sem sýna hvað hægt hefur verið að gera fyrir gjafir Heimsforeldra.

Á fréttasíðu UNICEF má finna sögur af vettvangi og hvernig hjálp Heimsforeldra breytir lífi barna til frambúðar um víða veröld.

Já, þú getur það. Allt samskiptaefni berst þá barninu en styrkurinn er greiddur af foreldri/forráðamanni.

Mörg börn eru Heimsforeldrar hjá UNICEF.

Já, þú getur það. Takk fyrir stuðninginn!

Það eina sem þú þarft er gilt kreditkort, auk þess sem liggja þarf fyrir leyfi frá foreldri/forráðamanni. Einstaklingar undir 18 ára aldri geta því miður ekki nýtt sér beingreiðslufyrirkomulag af bankareikningi.

Í hópi Heimsforeldra hjá UNICEF eru mörg börn og ungmenni.

UNICEF starfar ekki þannig að hægt sé að eyrnamerkja fjárframlag einu barni og aðeins í undantekningatilfellum er hægt að styrkja sérstök verkefni eða lönd, t.d. þegar neyðarástand skellur á.

Sem Heimsforeldri styður þú ekki við eitt ákveðið barn heldur rennur mánaðarleg gjöf þín til barna um allan heim. Heimsforeldrar gera UNICEF þannig mögulegt að vinna að réttindum barna á heimsvísu og stuðla að breytingum sem gera heiminn betri til frambúðar.

Þú hjálpar okkur til dæmis að draga markvisst úr barnadauða: Veita heilsugæslu, lyf, bólusetningar, moskítónet, útvega hreint vatn og veita vannærðum börnum hjálp.

Þú hjálpar okkur að koma fleiri börnum í skóla, hjálpar börnum sem hafa orðið fyrir barnaþrælkun og gerir okkur kleift að veita HIV-smituðum börnum lyfjameðferð. Með þinni hjálp höfum við síðan áhrif á ákvarðanatöku yfirvalda, berjumst fyrir því að rödd barna fái að heyrast og að réttindi allra barna séu virt – alltaf, alls staðar.

Þú hjálpar okkur líka að bregðast við neyðarástandi, vera fyrst á vettvang og bjarga barnslífum. Gjöf þín gerir okkur kleift að bregðast við óháð því hvar kastjós fjölmiðla er. Framlagið fer alltaf þangað sem þörfin er mest hverju sinni. Það er mjög mikilvægt. Þetta fyrirkomulag – að eyrnamerkja ekki fjárframlög Heimsforeldra – er meðal þess sem gerir stuðning þeirra svo dýrmætan. Það er mikilvægt fyrir hjálparstarf okkar að geta ráðstafað framlögunum eftir því hvar þeirra er mest þörf.

Gjafir Heimsforeldra gefa okkur þannig kost á mikilvægri yfirsýn og gera okkur kleift að vinna að réttindum barna á heimsvísu. Auk þess getum við brugðist hratt og örugglega við á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipulagt hjálparstarf til lengri tíma og beitt okkur á heimsvísu.

Á fréttasíðu UNICEF má finna sögur af vettvangi og hvernig hjálp heimsforeldra breytir lífi barna til frambúðar um víða veröld.

Það skiptir okkur miklu máli að Heimsforeldrar fái góðar upplýsingar um þau verkefni sem þeir styrkja og fyrst og fremst eru samskiptin rafræn í gegnum tölvupóst.

UNICEF treystir alfarið á frjáls framlög. Það þýðir meðal annars að án stuðnings frá Heimsforeldrum og öðrum styrktaraðilum gætum við einfaldlega ekki verið til staðar fyrir öll þau börn sem við hjálpum á hverjum degi. Það skiptir okkur því miklu máli að það sé ánægjuleg reynsla fyrir þig að vera Heimsforeldri.

Ef þú ert með ábendingu um hvað betur má fara eða vilt koma athugasemdum áleiðis hvetjum við þig til að senda okkur tölvupóst á netfangið unicef@unicef.is eða hafa samband við okkur í síma 552 6300.

Allar ábendingar eru afar vel þegnar.

Þú getur sent okkur tölvupóst á unicef@unicef.is og við verðum í sambandi eða haft samband við okkur í síma 552 6300. Við hlökkum til að heyra frá þér.

MEIRI STYRKUR FYRIR SÖMU UPPHÆÐ

Þökk sé lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi geta einstaklingar dregið að hámarki 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum vegna framlaga til UNICEF á Íslandi. Styrkur einstaklings þarf að lágmarki að vera 10.000 kr. á ári til að hann sé frádráttarbær.

Reiknivél

Mánaðarlegar tekjur: 300.000 kr
kr.
kr.

Endurgreiðsla

0 KR.

Skattþrep miðað við mánaðarlegar tekjur

31,45%

Heildarframlög á ári

0 KR.

Pláss

Lífið mun alltaf leita í var

– og lausn frá kvöl og pínu.

Breiðum út faðminn og færum því svar.

Finndu til pláss í hjartanu þínu.

 

Þau eru á flótta á framandi grund.

– fjarri öllu sínu.

Búum þeim skjól til að bíða um stund.

Búðu til pláss í hjartanu þínu.

 

Sendum þau ekki mót sorg og neyð.

– í sandinn drögum línu.

Getum við ekki greitt þeirra leið?

Gefðu þeim pláss í hjartanu þínu.

 

Hjálpumst öll að – búum þeim stað.

Búðu til pláss í hjartanu þínu.

 

                                          Höf: Bragi Valdimar Skúlason