Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Í 20 ár hefur David Beckham staðið með UNICEF og nú fagnar hann 50 ára afmæli sínu með fjáröflun fyrir börn. Vertu með. 

Í dag eru fleiri börn í neyð og hættu en nokkru sinni fyrr í nútímasögunni. Það eru alltaf börnin í viðkvæmustu stöðunni sem standa frammi fyrir stærstu áskorununum – sérstaklega stúlkur. 

Ekki síðan í seinni heimsstyrjöldinni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum, á vergangi vegna nauðungarflutninga og standa frammi fyrir hungri og sjúkdómum.   

Stúlkur eru tvöfalt líklegri en strákar til að skorta aðgengi að menntun og atvinnu og eru í meiri hættu á kynbundnu ofbeldi, HIV og mörgum öðru. 

En í sameiningu getum við veitt þeim von. 

„Margar af mínum stoltustu stundum hafa komið í vinnu minni með UNICEF – að varpa ljósi á áskoranir í lífi barna, stúlkna og stráka–  um allan heim.“ 
– David Beckham

Í gegnum tíðina hefur David Beckham stutt dyggilega við bakið á verkefnum UNICEF í hlutverki sínu sem góðgerðarsendiherra. Hann hefur snert líf ótal einstaklinga, valdeflt stúlkur, tryggt menntun, næringu og hreint vatn. Með þinni aðstoð getum við í sameiningu náð til enn fleiri barna, bætt líf þeirra og tryggt þeim von um betri framtíð.  

Með þínum stuðning getur UNICEF haldið áfram að veita börnum í neyð lífsbjargandi mannúðaraðstoð. 

Hringdu í 907-3016 og gefðu 3.000 krónur.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög er: 701-26-102020 Kennitala: 481203-2950.

Fagnaðu með David Beckham. Gefðu börnum tækifæri til að vaxa og dafna.

Núna eru of mörg börn um allan heim sem búa við neyð og standa frammi fyrir sinni stærstu áskorun. 

Kiara (6 mánaða),

sem berst við vannæringu.

Í Jemen hafa áralöng átök gert það að verkum að milljónir barna glíma við alvarlega vannæringu. Börn eins og Kiara berjast fyrir lífi sínu þegar þau fá ekki mat og næringu. 

Qusay (10 ára)

á flótta vegna stríðs. 

Qusay flúði heimili sitt í norðurhluta Gaza og vonaðist til að fá einhvern tímann að hjóla um á reiðhjólinu sínu aftur. Eftir vopnahléið var hverfið hans jafnað við jörðu og nú á hann ekkert. 

Shaima (12 ára)

býr við vatnsskort. 

„Við böðuðum börnin okkar einu sinni í viku, drukkum og elduðum upp úr óhreinu vatni. Börnin okkar voru veik, vatnstunnurnar tómar og þau eyddu mörgum klukkutímum í leit að vatni í stað þess að ganga í skóla.“ 

Gefum David Beckham afmælisgjöfina sem hann þráir ofar öllu og bætum líf barna í sameiningu.