Ellefu ár af stríði

gegn börnum

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á 701-26-102040 og kt. 481203-2950. Sendu SMS-ið STOPP í símanúmerið 1900 (1.900 kr.)

Þann 15. mars 2022 hefur stríðið í Sýrlandi staðið yfir í 11 ár. Hrollvekjandi tímamót þessara átaka sem verst hafa komið niður á saklausum börnum. Innan Sýrlands þarfnast 5 milljónir barna mannúðaraðstoðar. 2,6 milljónir barna eru á vergangi og hafa neyðst til að flýja heimili sín og búsetuúrræði margoft. Annar eins fjöldi barna, 2,5 milljónir, hefur flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og búa nú í flóttamannabúðum.

En UNICEF hefur frá upphafi farið fyrir baráttunni fyrir velferð og réttindum barna í Sýrlandi. Tryggt börnum skjól, menntun, næringu og þannig unnið þrekvirki í þágu sýrlenskra barna og fjölskyldna þeirra. Eftir áratug af stríði er verkinu hvergi nærri lokið. Ekkert barn óskar sér að alast upp í stríði, vera á flótta og lifa í ótta. Við eigum ekki að sætta okkur við að svo sé heldur. Nú er veturinn kominn í Sýrlandi. Þú getur hjálpað.

Þín hjálp skiptir máli