Neyðarsöfnun

vegna jarðskjálfta

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Hringdu í 907-3011 og gefðu 3.000 krónur.

Sendu SMS-ið STOPP í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102040 kennitala: 481203-2950

Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123-789-6262 eða með því að skrifa @unicef

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur hafið neyðarsöfnun vegna afleiðinga jarðskjálfta að stærðinni 7.8 sem varð í Tyrklandi og Sýrlandi 6. febrúar 2023. Söfnun UNICEF nær til Sýrlands og landamæraaðstoðar í Gaziantep þar sem mikill fjöldi flóttafólks heldur til við erfiðar aðstæður og upptök fyrsta skjálftans voru nærri

Tölur látinna hækka með hverjum klukkutímanum en ljóst að alls eru tugir þúsunda látnir og særðir. UNICEF vinnur í kapphlaupi við tímann ásamt samstarfsaðilum að koma aðstoð til þeirra sem orðið hafa fyrir áhrifum af þessum mikla harmleik beggja vegna landamæranna.
Ástandið í Sýrlandi var fyrir afar viðkvæmt og neyðin þar mikil. Ljóst er að áhrif hamfaraskjálfta sem þessa mun koma harðast niður á börnum og viðkvæmum hópum sem nú þegar glíma við hápunkt vetrarhörkunnar í landinu í þokkabót.

---
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í nær 12 ár og 14,6 milljónir Sýrlendinga, þar af 6,5 milljónir barna þurfa á mannúðaraðstoð að halda. 6,9 milljónir íbúa eru á vergangi innan landsins eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín. Milljónir Sýrlendinga hafa flúið yfir landamærin til nágrannaríkja og víðar og búa nú í flóttamannabúðum við óásættanlegar aðstæður.

UNICEF hefur frá upphafi stríðs og allar götur síðan 1970 verið á vettvangi í Sýrlandi til að tryggja velferð og réttindi barna þar í landi. Unnið að því að tryggja börnum skjól, menntun, næringu og heilbrigðisþjónustu.

Áframhaldandi stuðningur þinn við börn í Sýrlandi skiptir máli, þar sem ekkert barn ber ábyrgð á stríði. En afleiðingar þeirra koma ávallt verst niður á þeim.

Þín hjálp skiptir máli