01. júní 2017

Kvennalandsliðið í fótbolta mætir KF Mjöðm - Tímamótaviðburður á Kex Hostel laugardaginn 3. júní

Landslið kvenna í knattspyrnu mætir knattspyrnuliði listamanna, KF-Mjöðm, á fúsball-móti í tengslum við dag rauða nefsins!

11. maí 2017

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Knattspyrnufélaginu Mjöðm í æsispennandi viðureign á fúsball-móti KEXLands og Vodafone fyrir UNICEF laugardaginn 3. júní í portinu á KEX Hostel kl 14. Þetta verður sannkallaður stórleikur - upphitun fyrir dag rauða nefsins hjá UNICEF og að sjálfsögðu kærkomin upphitun fyrir EM hjá stelpunum okkar.

Fyrir þau sem ekki þekkja til, þá er ekki um hefðbundinn fótbolta að ræða heldur fótboltaborðspil sem krefst mikillar tækni.

Fyrir landsliðið spila þær Sandra Sigurðardóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Lára Kristín Pedersen. Úr KF Mjöðm mæta þeim Sindri „Sin Fang" Már Sigfússon, Örvar Smárason, Högni Egilsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Halldór Armand rithöfundur, Hilmar Guðjónsson leikari ásamt fleirum.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Kl 14:00 - Högni syngur þjóðsönginn.

Kl 14:10 - Leikurinn hefst.

Kl 14:20 - Hálfleikur: Kött Grá Pjé frumflytur live lag dags rauða nefsins. Leikgreinar KEX-stofunnar greina leikinn.

Kl 14:35 - Seinni hálfleikur hefst.

Kl 15:00 - Verðlaunaafhending og áframhaldandi fjör í portinu.


Hinn eini sanni Gummi Ben mun lýsa leiknum af sinni einskæru snilld. Með honum verður Matti á Rás 2.

Óhætt er að búast við hörku keppni!

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við dag rauða nefsins, sem UNICEF stendur fyrir. Dagur rauða nefsins er stærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi og nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV 9. júní, þar sem grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Veðbankar verða að sjálfsögðu opnir í tengslum við mótið á KEX og munu öll veðmál renna beint til UNICEF! Þá verða sérstakar heimsforeldratreyjur KF-Mjaðmar seldar í takmörkuðu upplagi á viðburðinum og í verslunum Vodafone.

Fleiri
fréttir

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira
Fara í fréttasafn