Neyðarhjálp

Því miður er það svo að þegar neyðarástand brýst út, hvort sem það er af náttúrunnar eða manna völdum, eru það börn sem þjást mest. UNICEF sinnir öflugugu hjálparstarfi í þágu barna áður en neyðarástand brýst út, á meðan á því stendur og vinnur áfram að neyðaraðstoð og langtíma uppbyggingu fyrir börn löngu eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað.

Í langflestum tilfellum hefur UNICEF verið með langvarandi viðveru í landinu áður en neyðarástand skellur á. Við þekkjum þess vegna innviði samfélagsins vel og getum brugðist skjótt við hverju sinni. Neyðarástand bitnar ávallt verst á börnum og þess vegna er mikilvægt að hlúa sérstaklega að þeim, vernda þau og styðja. 

Sérhæft starfsfólk UNICEF er á vaktinni allan sólarhringinn, allt árið um kring – tilbúið að bregðast við þar sem neyðarástand brýst út

Sjúkdómar, stríðsátök og náttúruhamfarir stefna lífi og velferð milljóna barna um víða veröld í hættu.

Skjót viðbrögð

skipta máli

Yfirleitt hefur UNICEF starfað um árabil á því svæði þar sem neyðarástand brýst út, þekkir vel innviði samfélagsins og er þess vegna fljótari að bregðast við ástandinu en ella. Við höfum aflað okkur mikillar þekkingar sem gerir okkur kleift að bregðast skjótt við og þar með bjarga lífi ótal barna og lina þjáningar þeirra. 

Þótt neyðin sé mikil og hæsta viðbúnaðarstigi verið lýst yfir á fjölmörgum stöðum síðastliðna mánuði og ár hefur UNICEF markvisst aukið neyðarhjálp sína í samræmi við það. Án allra þeirra fjölmörgu sem leggja baráttu okkar lið og láta sér annt um velferð allra barna gætum við ekki sinnt því gríðarlega umfangsmikla hjálparstarfi sem við gerum á degi hverjum. 

Ég vil styðja UNICEF

Til þess eru margar leiðir! Þú getur til dæmis stutt neyðarsafnanirnar okkar, gerst heimsforeldri eða keypt sanna gjöf!

Taktu þátt!