Börn í Jemen

í bráðri hættu

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Sendu SMS-ið JEMEN í 1900 og gefðu 1900 krónur - upphæðin samsvarar rúmlega tveggja vikna meðferð við vannæringu fyrir eitt barn.

Staða barna í Jemen er skelfileg en nú eftir sex ár af átökum og hörmungum er Jemen talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Vaxandi átök, hnignun í efnahagslífi landsins auk áhrifa kórónuveirunnar hefur gert hörmulegt ástand að einni verstu mannúðarkrísu í heiminum. Meira en 12 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!

UNICEF er á staðnum og veitir neyðaraðstoð við gífurlega erfiðar aðstæður.

Þú getur hjálpað með því að senda SMS-ið JEMEN í 1900 (1900 krónur) eða gefið frjálst framlag hér til hliðar.

Einnig er hægt að millifæra upphæð að eigin vali á neyðarreikning UNICEF fyrir Jemen. Bankanúmer: 701-26-102050 Kt. 481203-2950.

Þá tökum við sömuleiðis við AUR greiðslum í gegnum númerið: 123 787 2332 eða með því að skrifa @jemen.

Vannæring meðal barna í Jemen mælist sú mesta síðan stríðið braust út.