Börn í Jemen

í bráðri hættu

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Hringdu í 907-3012 og gefðu 3.000 krónur.

Sendu SMS-ið JEMEN í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102050 kennitala: 481203-2950

Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið 123-787-2332 eða með því að skrifa @jemen

Stríðið í Jemen hefur frá árinu 2014 gert landið að einum versta stað á jörðinni til að vera barn. Sífelld átök, efnahagskreppa og næringarvandi gera ástandið í Jemen að einni verstu mannúðarkrísu í heiminum.

Tæpar 13 milljónir barna þurfa á lífsnauðsynlegri mannúðaraðstoð að halda, nánast hvert einasta barn í landinu. 3,2, milljónir barna eru á vergangi eftir að hafa neyðst til flýja heimili sín.
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið á vettvangi við afar krefjandi aðstæður í Jemen um áratugaskeið við að tryggja börnum vernd, menntun, næringu, heilbrigðisþjónustu, vatn og hreinlæti svo fátt eitt sé nefnt.

Börn í Jemen þurfa á stuðningi þínum að halda. Við gefumst aldrei upp.

Vannæring meðal barna í Jemen mælist sú mesta síðan stríðið braust út.