Neyðarsöfnun
fyrir börn vegna átakanna á Gaza
Hjálpaðu
Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015
Kennitala: 481203-2950
Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123 789 6262 eða @unicef.
UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir verkefni UNICEF í þágu barna vegna átakanna á Gaza líkt og fleiri landsnefndir UNICEF, m.a. á Norðurlöndunum. Hundruð barna hafa verið drepin og særð í átökum síðustu daga og með hverri klukkustundinni hækkar tala látinna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað kröfu sína um tafarlaust vopnahlé og að stríðandi fylkingar verndi börn og almenna borgara.
„UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi þar sem 1,1 milljón manns, þar sem næstum helmingur þeirra eru börn, hafa verið vöruð við áframhaldandi átökum og hvött til þess að yfirgefa svæðið. Hvergi er óhætt fyrir óbreytta borgara að fara. Börn og fjölskyldur á Gaza eru nærri uppiskroppa með mat, vatn, rafmagn, lyf og aðrar nauðsynjar,“ sagði James Elder, talsmaður UNICEF, á blaðamannfundi þar sem hann ræddi aðstæður barna á Gaza.
Ljóst er að átökin núna eru að hafa gríðarlega skaðleg áhrif á börn og almenna borgara beggja ríkja og ástandið jafnskelfilegt og það er flókið. En ólíkt þeirri flóknu stöðu sem uppi er á svæðinu þá eru markmið og verkefni UNICEF einföld. UNICEF stendur með réttindum barna, fyrir ÖLL börn. Það eru þau sem verða verst úti í öllum stríðsátökum og fyrir þau starfar UNICEF.