Neyðarsöfnun

fyrir börn á Gaza

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Hringdu í 907-3014 og gefðu 3.000 krónur.

Sendu SMS-ið NEYD í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102015

Kennitala: 481203-2950

Við tökum einnig við styrkjum í gegnum AUR appið í númerið: 123 789 6262 eða @unicef.

Nú þegar vopnahlé hefur náðst í átökunum á Gaza skapast í kjölfarið dýrmætt tækifæri til að stórauka dreifingu lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar fyrir börn og fjölskyldur á Gaza. UNICEF er á vettvangi og í startholunum að nýta þennan löngu tímabæra friðarglugga til að veita börnum þær nauðsynjar sem þau hefur skort. Næringu, heilbrigðisþjónustu, sálræna aðstoð, hreint vatn, hreinlætisþjónustu, menntun og fjárhagsaðstoð.

UNICEF hefur lýst yfir ánægju með vopnahlé milli stríðandi fylkinga, sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir frá upphafi, og heldur í vonina um að það verði varanlegt. Tímabil friðar og úrlausna er kærkomið fyrir börn og fjölskyldur á Gaza sem hafa mátt þola linnulausar árásir í rúmt ár sem og gísla og fjölskyldur þeirra í Ísrael sem þjáðst hafa mikið.

Stríðið hefur tekið hrollvekjandi toll á börnum, minnst 14.500 börn eru látin, þúsundir særð, 17 þúsund börn hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og nærri ein milljón þurft að flýja heimili sín.

Umfang þeirrar mannúðaraðstoðar sem þarf á svæðinu er gríðarlegt og UNICEF og samstarfsaðilar okkar erum tilbúin að skala upp allar okkar viðbragðsaðgerðir. Vopnahléið nú mun þurfa að gera mannúðarstofnunum kleift að bregðast við gífurlegri þörf íbúa með öruggum hætti án allra þeirra takmarkana og hindrana sem verið hafa til staðar hingað til.

Þar sem öll grunnþjónusta á Gaza-ströndina er í molum verðum við að grípa tafarlaust til aðgerða til að bjarga lífum og hjálpa börnum að ná sér.

Börn á Gaza þurfa því á stuðningi þínum að halda sem aldrei fyrr.