Viðurkenningar á Íslandi
Viðurkenning Réttindaskóla og -frístundar er veitt árlega á alþjóðadegi barna, 20. nóvember. Árið 2017 fengu fyrstu skólarnir og frístundaheimilin viðurkenningu. Laugarnesskóli, Flataskóli, Krakkakot og Laugasel voru fyrst til að hljóta viðurkenninguna í annað sinn árið 2019.
2017 - 2021
- Laugarnesskóli og frístundaheimilið Laugarsel (2017, endurmat 2019)
- Flataskóli og frístundaheimilið Krakkakot (2017, endurmat 2019)
- Laugalækjarskóli og Félagsmiðstöðin Laugó (2018, endurmat 2021)
- Frístundaheimilið Dalheimar (2018)
- Frístundaheimilið Frostheimar (2019)
- Grandaskóli og Frístundaheimilið Undraland (2019)
- Melaskóli og Frístundaheimilið Selið (2019)
- Hagaskóli og Félagsmiðstöðin Frosti (2019)
- Vesturbæjarskóli og Frístundaheimilið Skýjaborgir (2019)
- Giljaskóli (2020)
- Snælandsskóli, frístundaheimilið Krakkaland og félagsmiðstöðin Ígló (2021)
- Háaleitisskóli Ásbrú (2021)
Góð reynsla í
þúsundum skóla
Rannsóknir á áhrifum Réttindaskóla hafa sýnt fram á jákvæð áhrif verkefnisins í Bretlandi þar sem ríflega 2.500 skólar taka þátt í verkefninu. Síðan þá hafa margar landsnefndir UNICEF komið á fót sambærilegum verkefnum, meðal annars í Kanada, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörk, Slóveníu, Portúgal og nú á Íslandi. Háskólarnir í Sussex og Brighton framkvæmdu rannsókn á áhrifum Réttindaskóla í Bretlandi og fylgdu rannsakendur Réttindaskólunum eftir í þrjú ár. Í kjölfarið var gerð úttekt á áhrifum innleiðingar í níu Réttindaskólum í Bretlandi.
Niðurstöður sýndu að:
- Umræður um gildi Barnasáttmálans leiddu til þess að börn sýndu meira umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika, sem hafði þau áhrif að einelti og ofbeldi í skólunum minnkaði.
- Börn í Réttindaskólum urðu betri í að standa vörð um eigin réttindi, t.d. rétt sinn til að taka þátt. Þeir urðu auk þess færari í að láta vita þegar brotið var á rétti þeirra eða ef þau urðu fyrir misnotkun af einhverju tagi.
- Starfsánægja fullorðinna jókst.
- Börnin fundu fyrir auknum áhuga á að taka þátt í þróun skólans og lögðu meira af mörkum til að skapa öruggt skólaumhverfi fyrir öll börn.
- Aukin þátttaka og áhrif í skólunum gaf börnum aukið sjálfstraust, sem varð til þess að vellíðan þeirra jókst.
- Aukin þátttaka barna í skipulagningu kennslu jók áhuga þeirra og hafði jákvæð áhrif á námsárangur.
- Börn öðluðust betri skilning og þekkingu á alþjóðlegum málefnum og sýndu meiri áhuga á réttindum barna í alþjóðlegu samhengi.
- Að mati skólastjórnenda voru skólarnir betur í stakk búnir til að vernda börn fyrir einelti, ofbeldi og öðrum brotum á réttindum þeirra. Dæmi um þetta mátti sjá í aukinni samvinnu skóla, félagsþjónustu og annarra stofnana.