Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu fer í gegnum vottaða greiðslusíðu Teya og er dulkóðuð svo að öryggi sé tryggt.
UNICEF heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem styrktaraðili gefur upp í gegnum heimasíðu UNICEF. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila en nánar má lesa um meðferð UNICEF á persónuupplýsingum á eftirfarandi slóð: www.unicef.is/personuvernd
UNICEF lýtur lögum um meðferð persónuupplýsinga.
Með því að gerast Heimsforeldri samþykki ég að fá upplýsingar með tölvupósti um baráttu UNICEF. Ef ég af einhverjum ástæðum samþykki ekki þessa skilmála UNICEF á Íslandi um tölvupóst er mér velkomið að hafa samband við skrifstofu UNICEF á Íslandi í gegnum tölvupóstfangið unicef@unicef.is eða í síma 552 6300.
Sérákvæði varðandi Múmín verkefni: Lágmarks binditími áskriftar eru 6 mánuðir frá nýskráningu. Viðtakandi greiðir sendingarkostnað af fyrstu póstsendingu í Múmínverkefninu sem inniheldur Múmínleikhúsið. Hægt er að sækja Múmínleikhúsið á skrifstofu UNICEF á Strandgötu 75, Hafnarfirði en mikilvægt er að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið unicef@unicef.is eða í síma 552 6300 og láta vita ef viðtakandi vill sækja.
Múmínleikhúsið og fylgihlutir eru ekki ætlaðir börnum undir 3 ára aldri.
Öll söfnun UNICEF á Íslandi er í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna – UNICEF.