Menu

Spilaðu til að gefa!

Ný útgáfa lagsins Skólarapp, sem sló í gegn á degi rauða nefsins, er nú komið á tónlistarveituna Spotify.

 

28. júní 2017

Ný útgáfa lagsins Skólarapp, sem sló í gegn á degi rauða nefsins, er nú komið á tónlistarveituna Spotify.

Höfundar lagsins, þeir Karl Ágúst Úlfsson textahöfundur og Umberto Napolitano sem samdi laglínuna, hafa ákveðið að láta öll STEF gjöld lagsins renna til baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna. Í hvert skipti sem þú spilar lagið styður þú því börn um allan heim. 

Allir sem komu að laginu gáfu auk þess vinnu sína. Í laginu koma fram Þorvaldur Davíð, Sara Dís, Dóri DNA, Úlfur Úlfur, Reykjavíkurdætur, Cyber, Sturla Atlas, Erpur, Emmsjé Gauti, Birnir, Hr. Hnetusmjör, Alvia Islandia, Aron Can, Kött Grá Pjé, Auður, GKR og Joey Christ. Útsetning var í höndum Helga Sæmundar Guðmundssonar og Auðunar Lútherssonar og Friðfinnur Oculus sá um hljómjöfnun.

Við hjá UNICEF á Íslandi erum hjartanlega þakklát þessu góða fólki og hvetjum alla til að spila til að gefa!