Komum því
til skila
Takk fyrir
stuðninginn!
Til þess að stöðva útbreiðslu COVID-19 þarf að útrýma veirunni allsstaðar. Við erum í kapphlaupi við náttúruna og á meðan veiran dreifir sér einhversstaðar í heiminum er hætta á að hún stökkbreytist og stofni þeirri vinnu sem við höfum lagt í bólusetningar hingað til í hættu. Því þarf að tryggja að öll ríki heimsins hafi jafnan aðgang að bóluefnum.
Ef efnaminni ríki heimsins eru skilin eftir er hætta á að ný afbrigði veirunnar breiðist út um heiminn.
UNICEF leiðir innikaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins. Okkur er treyst fyrir þessu stóra verkefni, því við vitum hvernig á að framkvæma það.
Við komum bóluefnum til fólks með öllum leiðum. Hvert sem þarf. Því við vitum að bólusetningar bjarga lífum. Nú þarf allar hendur á dekk til að útrýma COVID-19. Þetta er stærsta verkefni UNICEF á sviði bólusetninga fyrr og síðar enda aldrei jafn mikið verið í húfi.
Sendu SMS-ið COVID í 1900 (1.900 kr.) og tryggðu dreifingu á bóluefni við COVID-19 fyrir þrjá einstaklinga í efnaminni ríkjum.
Bankanúmerið okkar er: 701-26-102030 og kennitalan er: 481203-2950. Við tökum sömuleiðis við AUR greiðslum í gegnum númerið: 123 789 6262.