Neyðarákall

börn í Súdan

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög er: 701-26-102020 Kennitala: 481203-2950.

Átök hafa nú staðið yfir í Súdan í meira en tvo mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir börn. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir tafarlausu vopnahléi.

Catherine Russel, framkvæmdastjóri UNICEF, segir að átökin hafi haft skelfilegar afleiðingar á mannúðarstarf í Súdan og meðal annars raskað umönnun alvarlega vannærðra barna sem þurfa aðhlynningu allan sólarhringinn. Þá ógni átökin svokallaðri kaldri keðju UNICEF sem tryggir örugga dreifingu bóluefna og annarra lyfja sem þarfnast kælingar, þar sem raforkuöryggi er lítið og víða er ómögulegt að fylla á eldsneytisbirgðir fyrir vararafstöðvar.

Borgarastríðið hefur haft mikil áhrif á starf UNICEF og árásir gerðar á vöruhús og vöruflutninga. Áherslan nú er fyrst og fremst lögð á að grunnþjónustan við börn haldi áfram: aðgengi að hreinu vatni, næringu og menntun. Allir skólar í Súdan eru lokaðir á þessari stundu, en það eykur líkurnar á því að börn verði fyrir ofbeldi eða hreinlega skikkuð í hermennsku.

UNICEF hefur lagt aukna áherslu á aðstoð við fylgdarlaus börn og fjölskyldur á flótta í Súdan og nágrannaríkjum. Með þínum stuðningi hjálpar þú UNICEF að tryggja börnum í Súdan hreint vatn, næringu, heilbrigðisþjónustu og frekari neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda.

Takk fyrir stuðninginn!