Ákall fyrir

Afganistan

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Sendu SMS-ið BARN í númerið 1900 (1.900 kr) og hjálpaðu börnum í Afganistan

Bankanúmerið okkar er: 701-26-102030 og kennitalan er: 481203-2950.

Við tökum sömuleiðis við AUR greiðslum í númerið: 123 789 6262.

UNICEF hefur verið að störfum fyrir konur og börn í Afganistan í 65 ár og við erum ekki að fara neitt. Eftir jarðskjálftann stóra í júní 2022 þar sem gríðarleg eyðilegging varð og mikill fjöldi lést í hamförunum hefur UNICEF sinn neyðaraðstoð á vettvangi við erfiðar aðstæður. UNICEF hefur flutt neyðargögn, tryggt hreint vatn, hreinlætisvörur og sent fjölda færanlegra heilbrigðisteyma á hamfærasvæði. Börn í Afganistan þurfa þína hjálp, sem aldrei fyrr.

Fyrir valdatöku Talíbana í landinu hafði UNICEF komið fyrir neyðarbirgðum víðs vegar um landið, þar á meðal hreinlætisvörum, vatnsbirgðum og vítamínbættu jarðhnetumauki sem meðferð við vannæringu barna. UNICEF og samstarfsaðilar hafa einnig sett upp barnvæn svæði og aðstöðu fyrir bólusetningar og meðferð við vannæringu í búðum fyrir fjölskyldur á vergangi í Kabúl.


Takk fyrir stuðninginn!

Atburðarásin er hröð í Afganistan og við fylgjumst náið með þróuninni. UNICEF hvetur alla aðila til að virða alþjóðlega mannúðarsamninga og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tryggir börnum vernd, umönnun, öryggi og menntun. Með þinni hjálp gerir þú okkur kleift að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Afganistan.

Fréttatilkynning um ástandið í Afganistan