Ákall fyrir

Afganistan

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Sendu SMS-ið BARN í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög er: 701-26-102030 Kennitala: 481203-2950.

Um klukkan 11 að morgni til 7. október síðastliðinn reið jarðskjálfti upp á 6,3 yfir í vesturhluta Afganistan og fannst helst í héruðunum Herat, Badghis og Farah. 90% þeirra sem létust í hamfaraskjálftanum í Afganistan voru konur og börn en upplýsingar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, áætla að nokkur hundruð manns hafi látist og særst.

Þörf fyrir mannúðaraðstoð í Afganistan hefur aukist svo gríðarlega að UNICEF talar um fordæmalaust ástand. 28,3 milljónir einstaklinga, rúmlega 65% þjóðarinnar munu þurfa á mannúðaraðstoð að halda á árinu 2023. Kerfisbundið er vegið að réttindum kvenna og stúlkna í landinu og útilokun þeirra frá áframhaldandi menntun og atvinnumarkaði auk þess sem íþyngjandi reglur sem á þeim hvíla setja velferð þeirra og öryggi í aukna hættu. Áhrif þessa munu leggjast á komandi kynslóðir.

Efnahagskreppan í landinu þýðir að 64% heimila ná ekki endum saman, rúmlega ein milljón barna undir fimm ára aldri glímir við alvarlega vannæringu, viðvarandi þurrkar, vetrarhörkur og aðrar loftslagshamfarir gera það að verkum að almenningur er við heljarþröm.

UNICEF hefur verið á vettvangi fyrir konur og börn í Afganistan í rúm 65 ár og verður þar áfram að aðstoða í þeirri miklu þörf sem þar ríkir. Með þínum stuðningi hjálpar þú UNICEF að tryggja afgönskum fjölskyldum vernd, næringu, vatn, sjúkragögn, heilbrigðisþjónustu og áframhaldandi menntun fyrir stúlkur.


Takk fyrir stuðninginn!