20. september 2023

Tugþúsundir súdanskra barna í lífshættu

James Elder, talsmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna tjáði sig um aðstæður barna í Súdan á blaðamannafundi í Genf. Hann segir aðstæðurnar þar í landi grimmilegar vegna linnulausra árása á óbreytta borgara og innviði í landinu. Börn eru í mikilli hættu.

Áætlað er að um 330 þúsund börn muni fæðast í Súdan það sem eftir er af ári. Skortur á læknisþjónustu, fæðingaþjónustu og sjúkragögnum gerir það að verkum að öll aðstoð við ófædd börn og mæður þeirra reynist erfið. „Í hverjum mánuði þurfa yfir 55 þúsund börn meðferð við vannæringu en til dæmis í borgunum Khartoum og Vestur-Darfur eru ekki nægilega margar næringarmiðstöðvar starfhæfar,“ segir Elder.  

Elder, sem er nýkominn frá Súdan, segir að nánast allir sem urðu á hans vegi hafi óskað eftir stuðning, að mannfallið sé gríðarlegt og að börn séu á meðal fallinna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, óttast að áhrif átakanna muni aðeins versna ef þau dragast á langinn.  

Börn neydd til vopnaðra átaka   

Sífellt berast fréttir af börnum sem neydd eru til hermennsku og af konum og stúlkum á flótta í afar viðkvæmri stöðu. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af menntun barna í landinu þar sem meira en 12 milljónir barna bíða eftir því að skólar þeirra opni á ný.  
„Fyrir börn í Súdan þá snýst skólagangan um meira en réttinn til þess að læra. Skólagangan snýst líka um vernd frá ofbeldi, misnotkun og að vera neydd til hermennsku. Án aðgerða er hætt við hrikalegum áhrifum á þroska barna og þeirra sálrænu líðan,“ segir Elder.  

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna í Súdan  

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í Súdan, er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, á vettvangi í 18 héruðum ríkisins. Frá því að átökin hófust hefur UNICEF ásamt samstarfaðilum náð til rúmlega 5,1 milljóna einstaklinga með sjúkragögn, 2,8 milljóna með hreint drykkjarvatn og 2,9 milljóna barna hafa fengið meðhöndlun við vannæringu. Til viðbótar hafa yfir 152 þúsund börn fengið lífsnauðsynlegar læknismeðferðir og yfir 282 þúsund manns fengið sálfélagslega ráðgjöf eða vernd í gegnum 464 öryggisrými sem sett hafa verið upp, víðs vegar um landið.   

Þrátt fyrir þetta er þörf á auknu fjármagni til þess að ná til 10 milljóna barna í brýnni neyð. Hætt er við því að grunnþjónusta í Súdan hrynji ef UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og samstarfsaðilum Sameinuðu þjóðanna tekst ekki að virkja aukna fjárhagslega mannúðaraðstoð.  

„Starfsfólk í framlínunni, svo sem hjúkrunarfræðingar, læknar, kennarar, félagsráðgjafar og fleiri, hafa ekki fengið laun í marga mánuði en samt sem áður mæta þau til vinnu daglega með hag barna í Súdan að leiðarljósi,“ segir Elder.  

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna þarf að tryggja áframhaldandi fjárhagsaðstoð og öruggan og óhindraðan aðgang fyrir framlínustarfsfólk til þess að veita börnum í Súdan og fjölskyldum þeirra lífsnauðsynlega þjónustu á þessum erfiðum tímum í landinu.  

Þegar þú ert Heimsforeldri styður þú við mannúðaraðstoð og langtímaverkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í löndum Afríku og yfir 190 öðrum ríkjum um allan heim. SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ HVERNIG ÞÚ GETUR ORÐIÐ HEIMSFORELDRI STRAX Í DAG.  

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn