Neyðarsöfnun

fyrir börn í Úkraínu

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi í Úkraínu og krefst þess að virtar séu alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börn og tryggja mannúðarstofnunum öruggt aðgengi að börnum í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla.

Sýnum íbúum Úkraínu að þau eru ekki ein. UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun þar sem umfangsmikil verkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna.

UNICEF hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð.

Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja um 1.900 kr.

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950.

Þá tökum við sömuleiðis við AUR greiðslum í númerið 123-789-6262 eða með því að skrifa @unicef.