Neyðarsöfnun

fyrir börn í Úkraínu

Smelltu hér til að styrkja UNICEF
Smelltu hér til að styrkja UNICEF

Hjálpaðu

Hringdu í 907-3013 og gefðu 3.000 krónur.

Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja um 2.900 krónur (Síminn og Nova).

Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060

Kennitala: 481203-2950

Börn frá Úkraínu þurfa stuðning þinn. Síðan innrás var gerð 24. febrúar 2022 hafa minnst 1.150 börn látið lífið eða særst í árásum og 5,9 milljónir íbúa neyðst til að flýja heimili sín. Linnulausar árásir á mikilvæga innviði þýða að milljónir eru reglulega án rafmagns, vatns og hita. Menntun 5,7 milljóna barna er í lausu lofti.

En UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er á vettvangi við erfiðar aðstæður í Úkraínu og á landamærum nágrannaríkja. Þökk sé þrotlausu starfi UNICEF og stuðningi frá fólki eins og þér hefur verið hægt að veita tæplega fimm milljónum kvenna og börnum aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. Rúmlega hálf milljón einstaklinga hefur fengið mæðravernd og fræðslu vegna nýfæddra barna. 4,7 milljónir hafa fengið aðgengi að öruggu drykkjarvatni og tæplega 1,6 milljón einstaklinga fengið vatn og hreinlætisvörur. Milljónir hafa fengið sálrænan stuðning og félagsþjónustu og annað eins af börnum fengið aðgengi að menntun.

UNICEF hefur flutt og dreift mörg þúsund tonnum af hjálpargögnum, þar á meðal sjúkragögnum og öðrum nauðsynjum til Úkraínu og nágrannaríkja þar sem flóttafólk hefur leitað, svo fátt eitt sé nefnt.

Milljónir barna frá Úkraínu þurfa á áframhaldandi stuðningi þínum að halda. Við gefumst aldrei upp.