08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu

„Enn ein áminningin að börn eru hvergi óhult í landinu“ segir Catherine Russell

„Árásin á Okhmatdyt-sjúkrahúsið, stærstu sjúkrastofnun fyrir börn í Úkraínu, er enn ein áminningin að börn eru hvergi óhult í landinu. Sjúkrahús eiga að vera öruggt skjól og þau njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðalögum. Almennir borgarar, þar á meðal börn og þeir innviðir og þjónusta sem þau reiða sig á, þarf ávallt að vernda,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu vegna eldflaugaárása víðs vegar um Úkraínu í dag. Þar á meðal á Okhmatdyt-barnasjúkrahúsið í höfuðborginni.

Russell kveðst slegin yfir fréttunum frá Úkraínu þar sem ríflega þrjátíu létu lífið og á annað hundrað manns særðust samkvæmt nýjustu fregnum þegar þetta er ritað.

„Nærri þremur árum eftir að innrásina í Úkraínu virðist enginn endir í sjónmáli á þeim hrylling sem börn og fjölskyldur þurfa að upplifa.

„Hugur minn er hjá öllum þeim sem hafa misst ástvin í dag.“

„UNICEF heldur áfram að starfa um alla Úkraínu, líka í fremstu víglínu, að bregðast við og styðja börn og fjölskyldur. Veita lífsbjargandi neyðaraðstoð, hjálpargögn og sálræna aðstoð. UNICEF hefur þegar brugðist við með neyðarbirgðasendingum til Okhmatdyt-sjúkrahússins og er í viðbragðsstöðu að veita frekari aðstoð.“

„Það sem börn í Úkraínu þurfa öðru fremur, er varanlegur friður.“

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn