02. ágúst 2022

Aðeins helmingur barna með HIV fær nauðsynlega meðferð

UNICEF tekur þátt í nýju alþjóðlegu bandalagi sem ætlar að uppræta alnæmi hjá börnum fyrir lok áratugarins.

Aðeins um helmingur barna í heiminum með HIV-veiruna fær þá lífsbjargandi meðferð sem þarf til að berjast gegn veirunni sem veldur alnæmi. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNAIDS og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa nú stofnað og munu leiða nýtt alþjóðlegt bandalag með það að markmiði að uppræta þessa misskiptingu og alnæmi hjá börnum fyrir árið 2030. 

Í nýrri skýrslu UNAIDS, Global Aids Update 2022, kemur fram að börn með HIV séu langt á eftir fullorðnum hvað varðar aðgengi að meðferðarúrræðum til að halda aftur af HIV-veirunni. Aðeins 52% barna fái HIV-lyf (e. Antiretrovirals) við sjúkdómnum á móti 76% fullorðinna. UNAIDS, UNICEF og WHO ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum og þjóðum þar sem ástandið er hvað verst vilja nú uppræta þessa misskiptingu og tryggja að engu barni með HIV verði neitað um meðferð fyrir lok þessa áratugar.

Yfirskrift bandalagsins er Global Alliance for Ending AIDS in Children by 2030, var kynnt á alþjóðlegu AIDS ráðstefnunni í Montreal í Kanada í vikunni.

„Það mikla bil sem er á meðferðarúrræðum barna og fullorðinna er skammarlegt,“ segir Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri UNAIDS. „Með þessu bandalagi viljum við breyta þeirri skömm í áþreifanlegar aðgerðir. Með því að leiða saman ný og betri lyf, nýja skuldbindingu frá stjórnmálunum og grasrótarhreyfingu samfélaga getum við verið kynslóðin sem bindur enda á alnæmi hjá börnum. Við getum sigrað þessa baráttu– en aðeins með samtakamætti.“

„Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur varðandi línuleg smit, prófunum, meðferðarúrræðum upplýsingum þá eru börn um allan heim mun ólíklegri til að fá aðgengi að þessum úrræðum og þjónustu,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Með stofnun þessa bandalags tökum við mikilvægt skref fram á við og UNICEF mun leggja sitt af mörkum til að vinna með samstarfsaðilum að alnæmislausri framtíð fyrir öll börn.“

„Ekkert barn ætti að þurfa að fæðast með eða alast upp með HIV,“ segir Tedros Adhanom Gheberyesus, yfirmaður WHO. „Sú staðreynd að aðeins helmingur barna í heiminum með HIV fái nauðsynleg lyf (e. Antiretrovirals) er hneyksli og svartur blettur á samvisku heimsbyggðarinnar. Þetta bandalag er okkar tækifæri til að endurnýja skuldbindingu okkar við börn og fjölskyldur um að sameinast, láta rödd okkar heyrast og grípa til nauðsynlegra aðgerða í samvinnu við börn, ungmenni og fjölskyldur.“

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn