22. febrúar 2022

Meiri styrkur– fyrir sömu upphæð

Þökk sé nýjum lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi geta einstaklingar nú dregið að hámarki 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum vegna framlaga til UNICEF á Íslandi.

22. febrúar 2022 Þökk sé nýjum lögum um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi geta einstaklingar nú dregið að hámarki 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum vegna framlaga til UNICEF á Íslandi. Eins og fram kemur í spurt og svarað hér fyrir neðan þá er það eina sem þú þarft að gera er að ákveða að styrkja UNICEF á Íslandi. Hvort heldur sem er með mánaðarlegum framlögum sem Heimsforeldri, með stökum styrk í neyðarsöfnun, frjálsu framlagi eða kaupum á Sönnum gjöfum UNICEF á sannargjafir.is. UNICEF á Íslandi sér svo til þess að Skatturinn fái upplýsingar um gjafir og framlög þín á hverju almanaksári og umræddar upplýsingar eru í framhaldinu forskráðar á skattframtal þitt vegna næstliðins tekjuárs.

Tökum sem dæmi ef þú ert Heimsforeldri sem styrkir UNICEF á Íslandi um alls 50.000 kr. á ári þá færð þú nú skattafslátt að fjárhæð 19.000 kr.* Ef þú hækkar framlag þitt í 69.000 kr. á ári þá rennur hærri styrkur til nauðstaddra barna um allan heim en þú greiðir það sama og fyrir breytingarnar.



Hver króna sem þú gefur til UNICEF á ári nýtist til skattafsláttarins.** Hvort sem það er mánaðarlegt framlag sem Heimforeldri, stakur styrkur í neyðarsöfnun eða með kaupum á Sönnum gjöfum.



*M.v. skatthlutfall meðatekna. Tekjuskattshlutfall er breytilegt.



**Hámarksfrádráttur á ári er 350 þúsund krónur fyrir einstakling en 700 þúsund krónur fyrir hjón. (ekki millifæranlegt)



----------------------------------------------------------------

Spurt og svarað um skattafsláttinn





Get ég fengið skattafslátt með því að styrkja UNICEF?



Já! Í nóvember 2021 tóku gildi ný lög um skattalega hvata til almannaheillastarfsemi. Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi, eins og UNICEF. Auk þess er kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga sem fer úr 0,75% í 1,5%.



Hvernig nýti ég mér skattafsláttinn?



Eina sem þú þarft að gera er að ákveða að styrkja UNICEF á Íslandi. Hvort heldur sem er með mánaðarlegum framlögum sem Heimsforeldri, með stökum styrk í neyðarsöfnun, frjálsu framlagi eða kaupum á Sönnum gjöfum UNICEF á sannargjafir.is. UNICEF á Íslandi sér svo til þess að Skatturinn fái upplýsingar um gjafir og framlög þín á hverju almanaksári og umræddar upplýsingar eru í framhaldinu forskráðar á skattframtal þitt vegna næstliðins tekjuárs.



Eru einhver takmörk?



Já, styrkur einstaklings á ári þarf að lágmarki að vera 10.000 kr. til að hann sé frádráttarbær. Lögin fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350.000 krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi.



Hvernig kemur þetta út fyrir mig? Hvað er best fyrir UNICEF?



Ef þú styrkir UNICEF á Íslandi um t.d. 20 þúsund krónur færðu skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur. UNICEF á Íslandi fær þessar 20 þúsund krónur til góðra verka, en þú greiðir í raun aðeins 12.400 krónur þegar upp er staðið. Þú getur því annað hvort látið það sama af hendi rakna til góðgerðarmála fyrir minna eða hækkað framlag þitt, greitt það sama og áður en eini munurinn er að hærri fjárhæð rennur til UNICEF. Tökum dæmi:



Heimsforeldri sem hefur um árabil styrkt UNICEF á Íslandi um 50.000 krónur á ári, eða rúmar 4.000 krónur mánaðarlega, fær nú skattafslátt að fjárhæð 19.000 kr. Ef viðkomandi hefur samband við UNICEF og hækkar framlag sitt upp í alls 69.000 kr. á ári, eða 5.750 kr. mánaðarlega, greiðir hann í raun áfram það sama og áður árlega, eða 50.000 krónur og fær mismuninn endurgreiddann frá Skattinum. UNICEF fær hins vegar alla fjárhæðina til góðra verka fyrir börn um allan heim.



Hafa ber í huga að í ofangreindum dæmum er gert ráð fyrir skattahlutfalli meðaltekna. Tekjuskattshlutfall er breytilegt milli einstaklinga.



Ertu Heimsforeldri? Svona hækkar þú framlag þitt:



Þú getur hækkað eða lækkað framlag þitt hvenær sem er! Þú sendir okkur einfaldlega línu á netfangið unicef@unicef.is eða hefur samband í síma 552 6300. Við græjum þetta fljótt og örugglega.



Viltu koma í hóp heimsins bestu foreldra?



Þú skráir þig sem Heimsforeldri með því að hafa samband við okkur í síma 552 6300 eða með því að skrá þig á heimasíðu UNICEF.



----------------------------------

Frekari upplýsingar:





Um lögin á vef Alþingis.



Almannaheillaskrá – skráðir lögaðilar | Skattskylda og aðrar reglur | Skatturinn - skattar og gjöld



Tilkynning frá Skattinum um Almannaheillaskrá:

Tilkynning frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.





Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn