01. júlí 2021

Réttindi barna verið alvarlega brotin í Tígray héraði Eþíópíu

Átökin í Tigray hafa orðið þúsundum að bana og nú telja Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð sé yfirvonandi sem mun hafa áhrif á u.þ.b. 350 þúsund íbúa héraðsins.

Sjö mánuðir eru liðnir síðan blóðug átök hófust í Tigray héraði í Eþíópíu milli stjórnarhersins og varnarsveita héraðsstjórnarinnar í Tigray. Átökin hafa orðið þúsundum að bana og nú telja Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð sé yfirvonandi sem mun hafa áhrif á u.þ.b. 350 þúsund íbúa héraðsins. 1,6 milljón manna - þar af 720 þúsund börn hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og eru nú á flótta innan Eþíópíu, sem er annað fjölmennasta ríki Afríku. Mörg þúsundir hafa einnig þurft að flýja yfir landamærin til nágrannaríkisins Súdan - og er stór hluti þeirra börn. Þrátt fyrir að vopnahlé hafi náðst á svæðinu þann 29.júní síðastliðinn, þegar varnarsveitir Tigray náðu aftur stjórn á Mekelli, höfuðborg héraðsins, ríkir enn mikil neyð á svæðinu og óvissa um hversu lengi vopnahlé muni vara.

Starfsfólk UNICEF hefur orðið vitni af alvarlegum brotum á réttindum barna og eyðileggingu á helstu þjónustu og innviðum sem börn og fjölskyldur þeirra reiða sig á. Hungursneyð er yfirvonandi á svæðinu, en nú þegar áætlar UNICEF að minnsta kosti 33,000 þúsund börn sem búa á afskekktum svæðum í Tigray héraði séu verulega vannærð og í bráðri hættu á að láta lífið nema að aðstoð berist. UNICEF áætlar einnig að meira en 2 milljónir manna búi við mikið fæðuóöryggi og séu því í brýnni þörf á neyðaraðstoð.

Það hefur reynst mjög erfitt fyrir hjálparstofnanir að fá aðgang að svæðum í Tigray, bæði vegna þess að aðilar að átökunum hafa ítrekað hindrað aðgang mannúðarsamtaka og vegna öryggisaðstæðna - en t.d. hafa níu starfsmenn mannúðarsamtaka látist í héraðinu síðan átök brutust út.

Hvað er UNICEF að gera í Tigray?
Frá því að átök hófust í nóvember í fyrra hefur UNICEF ásamt samstarfsaðilum brugðist við og reynt að tryggja öryggi og heilsu eins margra barna og mögulegt er með því að veita þeim og fjölskyldum þeirra tímabundið skjól. UNICEF hefur einnig útvegað hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu, næringu, heilbrigðisþjónustu, sálrænan stuðning, bráðabirgða námssvæði og sérstök barnvæn svæði þar sem enn eru allir skólar lokaðir.

Þess má einnig geta að stjórnarhermenn Eþíópíu skemmdu fjarskiptabúnað margra stofnana og skrifstofa alþjóðasamtaka í Mekelle, þar á meðal UNICEF. Verknaðurinn er skýrt brot á samningum um friðhelgi Sameinuðu þjóðanna á alþjóðavísu og einnig brot á alþjóðlegum mannúðarlögum (e. International Humanitarian Law) sem greina skýrt á að ekki sé leyfilegt að hindra aðgang mannúðaraðstoðar. Henrietta Fore, framkvæmdarstjóri UNICEF, fordæmdir verknaðinn;

„Forgangsatriði UNICEF í Tigray og annarsstaðar í Eþíópíu er að hjálpa allra viðkvæmustu börnunum - Við erum og ættum aldrei að vera skotmark. UNICEF biðlar til allra þeirra sem eiga aðild að átökunum í Tigray að fara eftir alþjóðalögum og virða og vernda störf hjálparstofnana.“

Heimsforeldrar UNICEF berjast fyrir velferð og réttindum allra barna, um allan heim, allt árið um kring. Vertu með og hjálpaðu UNICEF í Tigray héraði í Eþíópíu með því að gerast Heimsforeldri hér.

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn