02. október 2023

Rúmlega 16 þúsund börn á vergangi eftir flóð í Líbíu 

Eftir einn mannskæðasta storm í sögu Afríku er gífurlegur fjöldi barna á vergangi í Líbíu og er velferð þeirra í húfi vegna takarmakana á nauðsynlegri þjónustu,líkt og heilbrigðisþjónustu, menntun og aðgangi að hreinu vatni.

Stormurinn Daníel gekk yfir austurhluta Líbíu þann 10. september síðastliðinn þar sem flóð olli víðtækri eyðileggingu, meðal annars í bæjunum Derna, Albayda, og Soussa. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur verið á vettvangi frá upphafi hörmunganna og aðstoðar stjórnvöld og samstarfsaðila í því að bregðast við brýnum þörfum barna og fjölskyldna á svæðinu.

Umtalsvert tjón er á innviðum í landinu, svo sem heilbrigðisþjónustu og menntun sem þýðir að börn eiga í enn frekari hættu á að upplifa truflun á skólagöngu sinni. Einnig eru vatnsbornir sjúkdómar mikið áhyggjumál en verulegar skemmdir hafa orðið á vatnsbólum og fráveitukerfum í landinu.

Börn um 40 prósent íbúa landsins

Þó að fjöldi fallinna sé ekki enn staðfestur óttast UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, að hundruð barna hafi látið lífið í hamförunum, í ljósi þess að börn eru um 40 prósent íbúa Líbíu.

„Þegar hamfarir eiga sér stað eru börn alltaf meðal þeirra viðkvæmustu,“ sagði Adele Khodr, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem er nýlega heimsótti bæina Al Bayda og Derna í Líbíu. Þar kveðst hún hafa séð afleiðingar flóðsins, þjáningu fjölskyldna og barna sem upplifa áfallið ítrekað og eiga erfitt með að hvílast í kjölfar hamfaranna. Mikilvægt sé að opna tryggja enduropnun skóla í landinu og veita sálfélagslegan stuðning, efla heilsugæslustöðvar og endurbyggja þau vatnskerfi sem brustu.

UNICEF veitir aðstoð í Líbíu

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sent 65 tonn af hjálpargögnum til Líbíu í kjölfar hamfaranna. Þar á meðal eru sjúkragögn fyrir 50 þúsund manns, hreinlætispakkar fyrir 17 þúsund manns, 500 vetrarfatasett fyrir börn, 32 þúsund vatnshreinsitöflur og skólagögn fyrir börn.

Líkt og Khodr segir, þá hvetur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, yfirvöld til þess að fjárfesta í réttlátri, barnvænni og jafnri langtíma mannúðaraðstoð sem styrkir innviði landsins. Einnig er nauðsynlegt að tryggja sálfélagslegan stuðning en UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur sent barnaverndarteymi sitt til Líbíu til þess að hjálpa börnum að takast á við tilfinningaleg áföll og eftirköst í kjölfar hamfaranna. 

Til að styrkja neyðarsjóð UNICEF getur þú: 
Sent SMS-ið: UNICEF í númerið 1900 (2.900 kr). 
Gefið frjáls framlög á söfnunarreikning: 701-26-102020 Kennitala: 481203-2950 
Gefið frjáls framlög í AUR-appinu í númerið: 123 789 6262 

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn