24. október 2023

UNICEF afhendir 80 tonn af hjálpargögnum á skjálftasvæði í Afganistan

Lyf, læknisbúnaður og önnur sjúkragögn og nauðsynlegar birgðir lentu í Kabúl á sunnudag.

Yfir 80 tonn af hjálpargögnum bárust til Afganistan um helgina í kjölfar hrinu mannskæðra jarðskjálfta í vesturhluta landsins. Hjálpargögnin innihalda meðal annars lyf, læknisbúnað og birgðir sjúkragagna, ásamt ljósmóður- og skurðaðgerðasettum fyrir barnshafandi konur og börn. Þróunarbanki Asíu (e. The Asian Development Bank) ásamt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa nú tryggt um 43 þúsund fjölskyldum í Afganistan aðstoð eftir jarðskjálftahrinu þar í landi síðastliðinn mánuðinn. Birgðirnar voru fluttar frá vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn til Afganistan um helgina og innihalda nauðsynleg sjúkragögn.

„Læknisbirgðirnar sem bárust til Kabúl koma til með að grípa þúsundir barna og fjölskyldna sem þurfa tafarlausa og lífsnauðsynlega aðstoð í kjölfar hrikalegra jarðskjálfta,“ sagði Fran Equiza, fulltrúi UNICEF í Afganistan. „Teymi UNICEF er á vettvangi og veitir börnum og fjölskyldum mikilvæga aðstoð. Það er hins vegar mikilvægt að tryggja áframhaldandi stuðning þar sem harður vetur er framundan í Afganistan. UNICEF sér fram á þörf fyrir aukinni fjárveitingu til þess að aðstoða þau 96 þúsund börn sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu í landinu,“ sagði Equiza.

Samkvæmt upplýsingum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa um 1500 manns látið lífið í Herat og nærliggjandi héruðum. Tæplega 90 prósent þeirra sem létust eru konur og börn. Í þremur héruðum sem verst hafa orðið úti hafa um 154 þúsund manns annað hvort misst heimili sín algjörlega eða heimili þeirra hafa orðið fyrir miklum skemmdum.

Hvað gerir UNICEF á vettvangi?

Til viðbótar við læknisbirgðir hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna flutt 300 hágæða tjöld til Afganistan sem notuð verða fyrir skóla, heilsugæslustöðvar, og sem barnvæn rými. Einnig hefur UNICEF séð 17.800 manns fyrir nauðsynlegum vatns- og hreinlætisvörum og meira en 9.100 manns fyrir hreinu vatni í gegnum vatnsflutninga. Tæplega 10.400 manns hafa þegar fengið vetrarfatnað og fjölskyldusett sem innihalda nauðsynlegar heimilisvörur. Meira en 10.100 manns hefur verið veidd heilbrigðisþjónusta í gegnum níu hreyfanleg heilbrigðisteymi sem studd eru af UNICEF. Jafnframt hefur 1.193 heimilum veitt fjárhagsaðstoð.

Aðstoð sem þessi er lífsnauðsynleg fyrir börn og fjölskyldur í Afganistan, sérstaklega þegar langur og harður vetur er framundan. Á næstu þremur mánuðum mun mannúðaraðstoð UNICEF ná til yfir 200 þúsund manns, þar á meðan 96 þúsund barna sem búa á viðkvæmum svæðum í Herat, Afganistan.

Við minnum á neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Afganistan. Þinn stuðningur skiptir máli.

Fleiri
fréttir

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira

24. apríl 2024

Bólusetningar hafa bjargað 2,500 lífum ung- og smábarna á Íslandi
Lesa meira
Fara í fréttasafn