17. ágúst 2021

Ákall fyrir Afganistan

UNICEF á Íslandi hóf í dag neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur í Afganistan sem eru í mikilli hættu eftir valdatöku Talíbana í landinu. UNICEF hefur verið að störfum í Afganistan í 65 ár og er ekki á förum.

UNICEF á Íslandi hóf í dag neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur í Afganistan sem eru í mikilli hættu eftir valdatöku Talíbana í landinu. UNICEF hefur verið að störfum fyrir konur og börn í Afganistan í 65 ár og er ekki á förum. UNICEF tryggir áframhaldandi dreifingu á hjálpargögnum, hreinu vatni og næringu og nú þurfa börn í landinu hjálp sem aldrei fyrr.

Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda SMS-ið BARN í númerið 1900.

„Við höfum miklar áhyggjur af börnum og konum í Afganistan sem eru í mikilli hættu. Starfsfólk UNICEF vinnur í kappi við tímann að sinna brýnustu þörfum þeirra sem hafa flúið heimili sín og búa nú við ólýsanlegt óöryggi. Ljóst er að risavaxið verk er fyrir höndum og mikil þörf er á auknum stuðningi,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Afganistan er eitt versta land í heimi til að vera barn. Það sem af er ári hafa:

  • 522 börn látist í átökum og yfir 1.400 hafa særst;
  • Fjöldi barna verið þvingaður til þátttöku í átökunum;
  • 12 milljónir manna glíma við alvarlegt fæðuóöryggi;
  • 4 milljónir barna hafa ekki getað gengið í skóla og sú tala mun hækka;
  • Helmingur þjóðarinnar, þar af 10 milljónir barna, þurfa á mannúðaraðstoð að halda.

Fyrir valdatöku Talíbana í landinu hafði UNICEF komið fyrir neyðarbirgðum víðs vegar um landið, þar á meðal hreinlætisvörum, vatnsbirgðum og vítamínbættu jarðhnetumauki sem meðferð við vannæringu barna. UNICEF og samstarfsaðilar hafa einnig sett upp barnvæn svæði og aðstöðu fyrir bólusetningar og meðferð við vannæringu í búðum fyrir fjölskyldur á vergangi í Kabúl.

Atburðarásin er hröð í Afganistan og við fylgjumst náið með þróuninni. UNICEF hvetur alla aðila til að virða alþjóðlega mannúðarsamninga og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tryggir börnum vernd, umönnun, öryggi og menntun. Með þinni hjálp gerir þú okkur kleift að vera til staðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Afganistan.

Sendu SMS-ið BARN í númerið 1900 (1900 krónur) til að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Afganistan.

Einnig er hægt að styðja með frjálsum framlögum hér.

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn