09. maí 2025

Ársfundur UNICEF á Íslandi

Farið yfir helstu niðurstöður í starfi landsnefndarinnar – Ársskýrslan 2024 kemur út

Ársfundur UNICEF á Íslandi verður haldinn miðvikudaginn 21. maí næstkomandi á skrifstofu UNICEF að Strandgötu 75 í Hafnarfirði. Fundurinn hefst kl. 10:00.

Edda Hermannsdóttir, formaður stjórnar UNICEF á Íslandi, mun stýra fundinum sem verður opinn almenningi og fjölmiðlum.

Á fundinum mun Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynna helstu niðurstöður í starfi landsnefndarinnar árið 2024 og samhliða kemur ársskýrsla UNICEF á Íslanid fyrir síðasta ár út.
Við hlökkum til að sjá þig.

Starfsfólk UNICEF á Íslandi

Fleiri
fréttir

Réttindi barna í forgrunni
Lesa meira

02. júlí 2025

„Lífi barna umturnað á fimm sekúndna fresti“
Lesa meira

30. júní 2025

Skrifstofan lokuð í júlí
Lesa meira
Fara í fréttasafn