30. apríl 2021

Bólusetningar – Já Takk!

Í myndinni er saga bólusetninga rakin á barnvænan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum, meðal annars í bíó með Þórólfi sóttvarnarlækni.

Í tilefni af alþjóðlegu bólusetningarvikunni frumsýnir UNICEF á Íslandi nýja fræðslumynd, Bólusetningar - Já Takk!. Sögumaður myndarinnar er Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Ísæandi. Í myndinni er saga bólusetninga rakin á barnvænan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum, meðal annars í bíó með Þórólfi sóttvarnarlækni, í efnafræðistofu þar sem Ævar bregður sér í hlutverk Ævars vísindamanns, og uppi á húsþaki í Reykjavík þar sem Ævar kannar hvort þörf sé á ofurhetjum til að berjast við kórónaveirufaraldurinn. Handrit og framleiðsla voru í höndum starfsfólks UNICEF á Íslandi.

Bólusetningar fyrir #öllbörn

Á hverju ári vinnur UNICEF á Íslandi fræðslumynd fyrir grunnskólabörn landsins sem taka þátt í UNICEF - Hreyfingunni. Talsmaður UNICEF - Hreyfingarinnar er Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi. Hann aðstoðar UNICEF á Íslandi við að fræða börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og auka skilning á því hvernig réttindi barna hafa tengingu við daglegt líf þeirra. Markmið UNICEF - Hreyfingarinnar er að auka vitund barna og ungmenna um þróunarmál, réttindi barna og lífsskilyrði þeirra víðs vegar um heiminn.

Þema myndanna er mismunandi milli ára og hafa meðal annars fjallað um Sýrlandsstríðið, áhrif loftslagsbreytinga á börn, mikilvægi menntunar og í fyrra um kórónaveiruna. Í myndbandinu í ár er sjónum beint að bólusetningum og mikilvægi þeirra, enda er UNICEF stærsti einstaki kaupandi bóluefna í heiminum og bólusetur á hverju ári milljónir barna gegn lífshættulegum sjúkdómum. Í myndinni er fjallað um bólusetningar almennt og í sögulegu samhengi, mikilvægi bólusetninga útskýrt ,og síðan fjalla um aðkomu UNICEF að bólusetningum gegn COVID-19.

Hægt er að horfa á fræðslumyndina Bólusetningar – Já Takk! hér.

Um myndina:

Fram komu: Ævar Þór Benediktsson, Þórólfur Guðnason, Oddný Þorsteinsdóttir og Nadía Lóa Atladóttir.
Handrit og framleiðsla: UNICEF á ÍSlandi
Hljóðsetning: Pétur Jónsson.
Grafík: Sigrún Hreinsdóttir
Sérstakar þakkir fá: Háskóli Íslands, Bíó Paradís og Heilsuvernd fyrir að bjóða okkur staðsetningu fyrir upptökur að kosnaðarlausu.

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn