28. febrúar 2023

UNICEF á Íslandi gefur út ráð til ungmennaráða sveitarfélaga

Handbók um merkingarbæra þátttöku ungmennaráða

UNICEF á Íslandi gefur út ráð til ungmennaráða og sveitarfélaga um hvernig efla megi starf ungmennaráða og tryggja þannig merkingarbæra þátttöku barna og ungmenna í sveitarfélögum.

Handbókin er skrifuð í þeim tilgangi að efla og fræða jafnt ungmennaráðsliða, umsjónarmenn ungmennaráða, kjörna fulltrúa og starfsmenn sveitarfélaga almennt um starf ungmennaráða. Þá sérstaklega hvaða tæki og tól börn og ungmenni í ungmennaráðum þurfa til þess að þátttaka þeirra sé merkingabær í stjórnsýslu sveitarfélaga. Handbókin er skrifuð í framhaldi af vinnu með ungmennaráðum Barnvænna sveitarfélaga vorið 2022, ítarlegri umfjöllun um það er í inngangskafla handbókarinnar. Handbókin byggir m.a. á sambærilegum handbókum frá UNICEF erlendis en efnið hefur verið aðlagað að íslensku samfélagi.

Merkingarbær þátttaka barna og ungmenna er mikilvægur liður í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er hluti af því sem sveitarfélög þurfa að huga að til þess að fá viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. Handbókin inniheldur hagnýt ráð og tillögur sem ungmennaráð geta nýtt sér til að sinna sínum skyldum og hámarka árangur sinn til áhrifa. Handbókin með ráðum frá UNICEF eru opin öllum sem vilja og geta nýtt sér hana.

Þú getur sótt handbókina á PDF með því að smella hér.

Fleiri
fréttir

29. mars 2023

Hvalfjarðarsveit ætlar að verða Barnvænt sveitarfélag
Lesa meira

24. mars 2023

Átta ár af stríði: Vertu vonarljósið í lífi jemenskra barna
Lesa meira

23. mars 2023

UNICEF krefst þess að stúlkur fái að snúa aftur í skóla í Afganistan
Lesa meira
Fara í fréttasafn