26. júní 2019

Kjartan Örn Ólafsson nýr stjórnarformaður UNICEF á Íslandi

Í dag, á ársfundi UNICEF á Íslandi í Safnahúsinu, tók Kjartan Örn Ólafsson við sem nýr stjórnarformaður landsnefndarinnar. Hann tekur við formennsku af Ernu Kristínu Blöndal sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erna Kristín, sem gegnir stöðu skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, mun áfram sitja í stjórn landsnefndarinnar.

Í dag, á ársfundi UNICEF á Íslandi í Safnahúsinu, tók Kjartan Örn Ólafsson við sem nýr stjórnarformaður landsnefndarinnar. Hann tekur við formennsku af Ernu Kristínu Blöndal sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erna Kristín, sem gegnir stöðu skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, mun áfram sitja í stjórn landsnefndarinnar.

Kjartan Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri nýsköpunarfélagsins Volta ehf, hefur setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2016 og var áður varaformaður. Kjartan hefur undanfarin ár komið að uppbyggingu allmargra sprota- og tæknifyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis sem stofnandi, stjórnarmaður, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Kjartan um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann í New York og leiddi nýsköpunarverkefni fyrir ýmis dótturfyrirtæki hennar, svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media, sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði. Hann hefur átt sæti í stjórnum fjölda fyrirtækja og samtaka beggja vegna Atlantsála svo sem American-Scandinavian Foundation, Datamarket, Já, Basno, Brunns vaxtasjóðs, Hörpu tónlistarhúss og verið formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík. Kjartan lærði heimspeki og rökfræði á Íslandi og Ítalíu og er með MBA-gráðu frá Harvard Business School.

Á ársfundinum tóku þrír nýir meðlimir sæti í stjórn, þau Óttar Proppé, Svafa Grönfeldt og Jökull Ingi Þorvaldsson sem kemur inn sem varamaður. Óttar er tónlistarmaður, bóksali og fyrrverrandi heilbrigðisráðherra og Svava er athafnarkona og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. Jökull Ingi er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er fulltrúi Ungmennaráðs UNICEF í stjórn.

„Það á sér stað mikil endurnýjun í stjórninni okkar þetta árið og við kveðjum með söknuði fráfarandi stjórnarmeðlimi, þau Líney Rut Halldórsdóttur og Gunnar Hansson. Við færum þeim hjartans þakkir fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin og ötullega baráttu fyrir réttindum barna hér á landi og alþjóðlega. Um leið bjóðum við nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna í hópinn,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Nýja stjórn UNICEF á Íslandi sem tók við í dag skipa: Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður, Guðrún Hálfdánardóttir, varaformaður, Erna Kristín Blöndal, Guðrúnu Nordal, Svafa Grönfeldt og Jökull Ingi Þorvaldsson, fulltrúi ungmennaráðs, Sigríður Thorlacius og Styrmir Gunnarsson.
Stjórnarfólk UNICEF á Íslandi gegna störfum sínum í sjálfboðavinnu.

Ársskýrslu UNICEF á Íslandi má nálgast hér.
Ársskýrslan á hljóðbókaformi má nálgast hér.

Fleiri
fréttir

07. maí 2025

Íslensk stjórnvöld nær tvöfalda stuðning við jafnréttissjóð UNICEF
Lesa meira

02. maí 2025

Tveir mánuðir af aðstoðarbanni á Gaza: „Fjölskyldur berjast fyrir lífi sínu“
Lesa meira

15. apríl 2025

Tveggja ára martröð í Súdan: Fjöldi barna í neyð tvöfaldast
Lesa meira
Fara í fréttasafn