15. ágúst 2023

Nú er nóg komið: Binda þarf enda á hryllinginn í Súdan

Leiðtogar mannúðarstofnana í Fastanefnd samhæfingar (IASC) kalla eftir raunverulegum aðgerðum frá alþjóðasamfélaginu eftir fjóra mánuði af blóðugum átökum

Barn sefur í fangi móður sinnar í Atbara í Súdan. Mynd/UNICEF

„Síðustu fjórir mánuðir hafa verið hryllilegur tími fyrir íbúa Súdan þar sem blóðugt stríð hefur eyðilagt líf þeirra, heimaland þeirra og mannréttindi þeirra hafa verið þverbrotin.“ Þannig hefst yfirlýsing frá leiðtogum tuttugu mannúðarstofnana í Fastanefnd samhæfingar (IASC) vegna ástandsins í Afríkuríkinu Súdan. Kallað er eftir raunverulegum aðgerðum til að binda enda á hörmungarnar í landinu.

„Fólk hefur horft á ástvini sína skotna til bana. Konur og stúlkur hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Fjölskyldur hafa verið rændar aleigunni og heimili þeirra brennd til grunna. Fólk er að deyja því það hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og lyfjum. Vegna stríðsins eru súdönsk börn að svelta til bana sökum fæðuskorts og vannæringar. Hver dagur af stríði er að ræna almenning í Súdan þeim friði sem þau þrá, lífinu sem þau eiga rétt á og framtíðinni sem þau verðskulda. Nú er nóg komið.

Fulltrúarnir í fastanefndinni segjast í yfirlýsingunni hafa þrenn skilaboð sem þau vilja koma á framfæri: 

  1. Til íbúa Súdan: Alþjóðasamfélag mannúðarstofnana mun hvergi hvika í stuðningi sínum við ykkur, sérstaklega við framlínustarfsfólk sem hefur verið á vettvangi við að koma næringu, vatni, skjóli, heilbrigðisþjónustu, næringu, menntun, læknisþjónustu og vernd til þeirra sem á þurfa að halda. Við munum halda áfram baráttunni fyrir því að fá aðgengi fyrir allt okkar fólk að öllum svæðum Súdan til að koma hjálpargögnum og nauðsynlegri þjónustu til ykkar.
  2. Til stríðandi fylkinga: Hættið að berjast. Verndið saklausa borgara. Veitið okkur öruggt og óhindrað aðgengi að neyðarsvæðum. Árásir á saklausa borgara og starfsfólk mannúðarstofnana, að ræna hjálpargögnum, árásir á mikilvæga innviði eins og skóla, sjúkrahús og heilsugæslu, hindra mannúðaraðstoð eru allt brot á alþjóðalögum og allt hlutir sem tilkynnt hefur verið um í Súdan. Þessi ódæði geta talist til stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu.
  3. Til alþjóðasamfélagsins: Það eru engar afsakanir fyrir því að bíða. Rúmlega sex milljónir Súdana eru aðeins einu skrefi frá hungursneyð. Rúmlega 14 milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð. Rúmlega 4 milljónir hafa flúið átökin og eru ýmist á vergangi innanlands eða á flótta í nágrannaríkjum. Tíminn er renna út fyrir bændur til að setja niður uppskeru sem fæða mun þá og nágranna þeirra. Sjúkragögn eru af skornum skammti. Ástandið er að verða stjórnlaust. Mannúðarákall okkar getur hjálpað 19 milljónum í Súdan og nágrannaríkjum en sem stendur hefur aðeins um 27 prósent þess verið fjármagnað. Vinsamlega lagið það.

 „Nú er tími til að endurræsa. Við köllum eftir tafarlausu vopnahlé. Almenningur í Súdan þarf frið og aðgengi að mannúðaraðstoð. Og alþjóðasamfélagið verður að stíga upp í dag, á öllum sviðum og grípa til raunverulegra aðgerða til að endurreisa Súdan og binda enda á þetta stríð,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. 

Undir yfirlýsinguna rita:

Martin Griffiths, Emergency Relief Coordinator and Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs (OCHA)

Dr. QU Dongyu, Director-General, Food and Agriculture Organization of the United Nations (FAO)

Sofia Sprechmann Sineiro, Secretary General, CARE International

Shahin Ashraf, Chair a.i. International Council of Voluntary Agencies (ICVA) Board, (Islamic Relief)

Mirela Shuteriqi, Executive Director a.i., International Council of Voluntary Agencies (ICVA)

Anne Goddard, Chief Executive Officer and President a.i., InterAction

António Vitorino, Director General, International Organization for Migration (IOM)

Tjada D’Oyen McKenna, Chief Executive Officer, Mercy Corps

Volker Türk, United Nations High Commissioner for Human Rights (OHCHR)

Janti Soeripto, President and Chief Executive Officer, Save the Children US

Paula Gaviria Betancur, United Nations Special Rapporteur on the Human Rights of Internally Displaced Persons

Achim Steiner, Administrator, United Nations Development Programme (UNDP)

Dr. Natalia Kanem, Executive Director, United Nations Population Fund (UNFPA)

Filippo Grandi, United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR)

Maimunah Mohd Sharif, Executive Director, United Nations Human Settlement Programme (UN-Habitat)

Catherine Russell, Executive Director, United Nations Children's Fund (UNICEF)

Sima Bahous, Under-Secretary-General and Executive Director, UN Women

Cindy McCain, Executive Director, World Food Programme (WFP)

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director-General, World Health Organization (WHO) 

Stephen Lockley, President and Chief Executive Officer a.i., World Vision International

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn