31. janúar 2020

Safna áheitum fyrir UNICEF og gefa sérútbúinn fjölskyldujeppa

Það stendur víst til að nota hann í mæðraskoðun á afskekktari stöðum þarna í Síerra Leóne,“ segir Þórólfur Gunnarsson sem ásamt konu sinni Margréti Jónsdóttur mun aka 9 þúsund kílómetra, í gegnum 10 lönd á næstu 17 dögum til styrktar góðu málefni. Vilja þau í leiðangrinum safna fé fyrir UNICEF.

Húsfylli á kynningu UNICEF þar sem skýrslan um börn sem líða efnislegan skort á Íslandi var kynnt.

31. janúar 2020 „Það stendur víst til að nota hann í mæðraskoðun á afskekktari stöðum þarna í Síerra Leóne,“ segir Þórólfur Gunnarsson sem ásamt konu sinni Margréti Jónsdóttur mun aka 9 þúsund kílómetra, í gegnum 10 lönd á næstu 17 dögum til styrktar góðu málefni. Vilja þau í leiðangrinum safna fé fyrir UNICEF.

Þórólfur og Margrét hafa undanfarna mánuði gert upp gamlan Land Cruiser fjölskyldubíl með stuðningi fyrirtækja og einstaklinga til að taka þátt í Budapest Bamako-rallýinu. Um er að ræða eitt stærsta áhugamannarallý veraldar og eru í ár 700 aðrir þátttakendur.

UNICEF á Íslandi heyrði í Þórólfi fyrr í dag þar sem hann var við ráslínuna í Búdapest. Þaðan liggur leið til Frakklands, Spánar, Gíbraltar, Marokkó og niður til Vestur-Sahara, Máritaníu og Senegal og loks endað í Síerra Leóne.

„Þar munum við gefa bílinn með öllum verkfærum og varahlutum og eins öllum þeim áheitum sem við getum safnað,“ segir Þórólfur. Sem fyrr segir stóð til að nýta hinn sérútbúna jeppa til að sinna mæðraskoðun í Afríkuríkinu þar sem erfitt getur verið að komast að afskekktari byggðum.

Hægt er að fylgjast með framvindu ferðalagsins á Facebook-síðunni Aurora For Good og á Instagram undir notandanum Auroraforgood. Viðtal við Þórólf í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum má sjá hér.

Styrktu söfnun Aurora For Good-liðsins fyrir UNICEF um 1.900 krónur með því að senda SMS-ið „UNICEF“ í númerið 1900. (SMS-ið kostar 1.900 krónur.)

Fleiri
fréttir

11. desember 2023

Takmarkanir á neyðaraðstoð á Gaza er dauðadómur yfir börnum
Lesa meira

08. desember 2023

Brýn þörf á fjárfestingu í loftslagsfræðslu: Aðeins helmingur ungs fólks getur skilgreint loftslagsbreytingar
Lesa meira

06. desember 2023

Eitt af hverjum fimm börnum búa við fátækt í ríkustu löndum heims
Lesa meira
Fara í fréttasafn