23. maí 2017

Saga og Dóra grínstjórar á degi rauða nefsins

Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem Dóra og Saga ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim.

23. maí 2017

Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir eru grínstjórar dags rauða nefsins sem nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní. Um er að ræða langstærsta viðburð ársins hjá UNICEF á Íslandi. Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem Dóra og Saga ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim. Það er Tjarnargatan sem framleiðir grínefnið.

„Þetta er sennilega það mest gefandi sem við höfum gert. Það eru algjör forréttindi að fá að vinna að skemmtiefni en vera um leið að leggja hjálparstarfi lið,“ segja Saga og Dóra.

„Eins var magnað að finna fyrir því hvað allir sem við báðum um að taka þátt hikuðu ekki við að legga sitt af mörkum fyrir UNICEF. Enda er UNICEF að vinna gríðarlega mikilvægt starf út um allan heim.“

Með degi rauða nefsins vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa saman til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Fleiri
fréttir

06. maí 2024

UNICEF: 600 þúsund börn eru hvergi óhult í Rafah
Lesa meira

29. apríl 2024

Bútan fær lof fyrir frábæran árangur í bólusetningum barna
Lesa meira

26. apríl 2024

Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld 
Lesa meira
Fara í fréttasafn