Starfið okkar

Við stöndum vörð um

réttindi barna

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við stöndum vörð um réttindi allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja.

Öll börn

eiga rétt

Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna. UNICEF leggur ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja því samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fæðast öll börn með ófrávíkjanleg réttindi. Hins vegar fá ekki öll börn notið þeirra - og þessu viljum við breyta. UNICEF trúir því að heilbrigð barnæska og mannsæmandi líf séu réttur allra barna.

Barátta UNICEF á þátt í að stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu, fleiri börn fara í skóla nú en nokkru sinni fyrr, margfalt fjölmennari hópur barna fær meðferð við HIV en áður og fleiri hafa aðgang að hreinu vatni nú en nokkru sinni fyrr. UNICEF stendur fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið.

  • Öflug réttindagæsla á Íslandi
    Á Íslandi sinnir UNICEF öflugri réttindagæslu fyrir börn. Við fylgjumst vandlega með stöðu barna og greinum þær ógnir sem að þeim steðja hér á landi.
  • Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
    Allt starf UNICEF byggist á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Hann felur meðal annars í sér viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna.

Hjálpaðu okkur að tryggja

réttindi barna

Í öllu okkar starfi treystum við eingöngu á frjáls framlög. Mánaðarlegar gjafir Heimsforeldra gera UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla er farið annað, sinna hjálparstarfi á svæðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli, skipuleggja hjálparstarf yfir lengri tíma og beita sér á heimsvísu. Með þinni hjálp vinnum við að því að gæta allra barna.

Taktu þátt strax í dag!