23. júní 2022

UNICEF bregst við neyð barna eftir hamfarir í Afganistan

Þúsundir barna í neyð eftir stóran jarðskjálfta.

Hjálpargögn UNICEF berast á hamfarasvæði í Afganistan.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er á vettvangi á jarðskjálftasvæðunum í Afganistan þar sem áætlað er að minnst þúsund hafi látið lífið og gríðarleg eyðilegging hafi orðið.

UNICEF í Afganistan brást strax við með að senda nauðsynleg hjálpargögn á svæðið á borð við næringu, hreinlætisvörur, vatn, hlýjan fatnað, teppi og neyðarskýli auk þess að senda færanleg heilbrigðisteymi á vettvang.

Mohamed Ayoya, fulltrúi UNICEF í Afganistan, segir að enn sé ekki ljóst að fullu hversu margir hafi látið lífið en ljóst sé að margir hinna látnu séu konur og börn. Mikill fjöldi slasaðist einnig og enn fleiri hafi misst allt sitt í hamförunum. Þegar ráðandi aðilar hafi óskað aðstoðar UNICEF hafi verið brugðist fljótt við.

„Við stöndum með öllum þeim börnum og fjölskyldum þeirra sem eiga um sárt að binda á þessum erfiðu tímum,“ segir Ayoya.

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn