09. september 2020

UNICEF bregst við eldsvoðanum á Lesbos

Neyðarástand hefur skapast eftir að eldur braust út í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos á Grikklandi í gærkvöldi. Búðirnar, sem voru heimili yfir 4000 barna, eru taldar gjörónýtar.

Neyðarástand hefur skapast eftir að eldur braust út í Moria-flóttamannabúðunum á eyjunni Lesbos á Grikklandi í gærkvöldi. Búðirnar, sem voru heimili yfir 4000 barna, eru taldar gjörónýtar og börnin því orðin heimilislaus. UNICEF hefur sett upp neyðarskýli við flóttamannabúðirnar, þar sem meðal annars 150 fylgdarlaus börn hafa fengið skjól, og vinnur að frekari neyðaraðgerðum í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök á svæðinu.

UNICEF hefur miklar áhyggjur af afdrifum þeirra fjölda barna og fjölskyldna sem hafa dvalið í Moria, en flóttamannabúðirnar eru þær stærstu á eyjunni Lesbos og voru yfirfullar. Þar hefur reynst mjög erfitt að halda uppi viðunandi sóttvörnum til að koma í veg fyrir kórónaveirusmit. Eldsvoðinn gerir það enn erfiðara og því gríðarlega mikilvægt að bugðist sé hratt við til að tryggja öllum þeim börnum og öðrum íbúum búðanna öruggt og varanlegt skjól.

Atburðir gærkvöldsins eru sterk áminningum um hversu mikilvægt það er að finna tafarlaust mannúðlegar lausnir fyrir fólk á flótta í Evrópu þar sem réttindi barna eru virt og þau fá þá vernd og þjónustu sem þau eiga rétt á.

UNICEF hefur unnið með fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum á Lesbos í fleiri ár og sinnir meðal annars barnavernd, fjölskyldusameiningu, forvörnum og viðbrögðum gegn ofbeldi. Auk þess veitir UNICEF börnum aðgang að menntun utan skólakerfisins. Eftir eldsvoðann er brýn þörf á að útvega fleiri neyðartjöld, hreint vatn og hreinlætisvörur og hjálpa íbúum að verja sig gegn kórónaveirusmitum.

Neyðarsjóður UNICEF gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand eins og þetta skapast. Hægt er að hjálpa hér.

Fleiri
fréttir

08. júlí 2024

Yfirlýsing UNICEF vegna árása í Úkraínu
Lesa meira

03. júlí 2024

10 ár af neyð: Gleymdu börnin í Mið-Afríkulýðveldinu
Lesa meira

01. júlí 2024

Átta leikskólar fengu viðurkenningu sem Réttindaskólar UNICEF 
Lesa meira
Fara í fréttasafn