30. janúar 2023

UNICEF kallar eftir vernd barna í Palestínu og Ísrael

„Þessu verður að linna“

„UNICEF lýsir þungum áhyggjum aukinni hörku sem færst hefur í árásir í Palestínu og Ísrael undanfarið þar sem mörg börn hafa látið lífið og særst. Öll börn eiga rétt á vernd fyrir árásum sem þessum samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum. Öllum réttindum barna til lífs og verndar skulu ávallt og undir öllum kringumstæðum í hávegum hafðar,“ segir í yfirlýsingu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í dag.

„Það eru börn sem gjalda fyrir átök og ofbeldi hinna fullorðnu. Frá upphafi árs 2023 hafa sjö palestínsk börn og eitt ísraelskt látið lífið. Fjöldi annarra barna hafa særst eða fundið fyrir afleiðingum harðnandi átaka og árása.“

„Ástandið er afar viðkvæmt og UNICEF óttast að enn fleiri börn muni þjást vegna þessa.“

„UNICEF biðlar til allra aðila að sýna stillingu og halda aftur af sér í beitingu banvænna árása og ofbeldis, sérstaklega gegn börnum, í samræmi við alþjóðalög. Ofbeldi er ALDREI lausnin og öll ofbeldisverk gegn börnum eru fullkomlega óásættanleg. Þessu verður að linna.“

Fleiri
fréttir

29. mars 2023

Hvalfjarðarsveit ætlar að verða Barnvænt sveitarfélag
Lesa meira

24. mars 2023

Átta ár af stríði: Vertu vonarljósið í lífi jemenskra barna
Lesa meira

23. mars 2023

UNICEF krefst þess að stúlkur fái að snúa aftur í skóla í Afganistan
Lesa meira
Fara í fréttasafn