01. september 2023

Viðvarandi átök gera börn í Malí enn viðkvæmari fyrir vannæringu

Tæplega ein milljón barna undir fimm ára í hættu á bráðri vannæringu fyrir árslok 2023

Abdrahamane, 1 árs barn á flótta, sést hér borða næringarríkt jarðhnetumauk á hreyfanlegri heilsugæslustöð UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Malí. Mynd/UNICEF

Nærri fimm milljónir barna eru í brýnni þörf á mannúðaraðstoð í Malí. Þar á meðal er þörf á næringu, menntun og verndarþjónustu, auk aðgangs að hreinu vatni.

Samkvæmt fulltrúum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) má gera ráð fyrir að nærri ein milljón barna undir fimm ára aldri muni glíma við bráðavannæringu það sem eftir lifir árs. Þar af eigi um 200 þúsund börn á hættu að deyja úr hungri án nauðsynlegrar mannúðaraðstoðar.

"Malí er að ganga í gegnum flókna mannúðarkreppu og þarf á brýnum stuðningi að halda til þess að afstýra hörmungum fyrir börn sem verða verst úti í átökum sem þau hafa ekki átt þátt í að skapa,“ segir Ted Chaiban, aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í mannúðaraðgerðum og birgðamálum. „UNICEF hefur verið á vettvangi í gegnum sum erfiðustu ár Malí og mun Barnahjálpin halda áfram aðstoð sinni svo lengi sem á henni er þörf“ sagði Ted Chaiban.

Auk ofbeldis og átaka í Malí hafa loftslagsáföll leitt til gríðarlegrar aukningar fólks á flótta víðsvegar í landinu á síðustu mánuðum. Af þeim 377 þúsund manns sem eru á flótta, eru börn meiri en helmingur þeirra og eru nú að minnsta kosti 1,6 milljónir barna í Malí í brýnni þörf á vernd.

„Við verðum að gera það sem við getum til að hjálpa viðkvæmum fjölskyldum, sérstaklega börnum og konum, með því að vinna náið með samstarfsaðilum okkar til að koma í veg fyrir hungursneyð, og takast á við bráða fæðuóöryggi og vannæringu“ sagði Carl Skau, aðstoðarframkvæmdastjóri Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna kalla eftir öruggu aðgengi til þess að mæta þörfum barna í Malí en þörf er á um 184 milljónum Bandaríkjadala til þess að ná til 4,7 milljóna barna í Malí fyrir loka árs.  

Þegar þú ert Heimsforeldri styður þú við mannúðaraðstoð og langtímaverkefni UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Malí og í yfir 190 öðrum ríkjum um allan heim. Smelltu hér til að sjá hvernig þú getur orðið heimsforeldri strax í dag.

Fleiri
fréttir

01. desember 2023

Stríðið gegn börnum heldur áfram
Lesa meira

01. desember 2023

Ellefu skólar hlutu viðurkenningu sem Réttindaskóli og- frístund UNICEF á Alþjóðadegi barna
Lesa meira

30. nóvember 2023

Fundur norrænna bæjarstjóra í Barnvænum sveitarfélögum upphafið að frekari samvinnu
Lesa meira
Fara í fréttasafn