11. maí 2023

700 þúsund á flótta í Súdan: Fjöldinn tvöfaldast á viku

UNICEF með mikinn viðbúnað til að aðstoða fólk á flótta

Á meðfylgjandi mynd er Hanona Yousif Mohamed Ahmed með barn sitt Maher í skoðun í næringarmiðstöð UNICEF  í Abushok í Norður-Darfur í Súdan. Maher hafði glímt við alvarlegan niðurgang og malaríu.

Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) segir að rúmlega 700 þúsund einstaklingar hafi flúið heimili sín í Súdan síðan átök hófust þar í landi. Síðastliðna viku hefur fjöldi fólks á flótta í landinu því ríflega tvöfaldast. Stór hluti þessa fólks hefur flúið yfir landamæri Súdan til nágrannaríkja í leit að öryggi.

Auk stríðsátakanna er ljóst að þessir gríðarlegu fólksflutningar setja börn og súdanskar fjölskyldur í stóraukna hættu. Þrátt fyrir erfiðar og hættulegar aðstæður vinnur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, þrotlaust að því að tryggja þessum börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynlegan stuðning, neyðaraðstoð og hjálpargögn sem þau þurfa, bæði innan landamæra Súdan og í nágrannaríkjunum.

Í algjörum forgangi hjá UNICEF er að:

  • Tryggja öryggi og vernd barna á flótta
  • Viðhalda nauðsynlegri grunnþjónustu á sviði heilbrigðis- og barnaverndarþjónustu.
  • Bregðast við þörf fyrir mannúðaraðstoð, meðal annars með að tryggja neyðarnámsgögn og sálrænan stuðning.

Þessu til viðbótar vinnur UNICEF að því að tryggja öryggi og þarfir fólks á flótta utan landamæra Súdan í nágrannaríkjum með því að veita lífsnauðsynlega aðstoð og stuðning við flóttafólk og stofnanir ríkjanna sem taka við þeim. Við gefumst aldrei upp.

UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna verkefna UNICEF innan og í nágrannaríkjum Súdan. Hjálpaðu hér.

Fleiri
fréttir

30. maí 2023

„Tími er lúxus sem börn í Súdan búa ekki við“
Lesa meira

26. maí 2023

Sjáðu árangur UNICEF í þágu barna á síðasta ári
Lesa meira

19. maí 2023

Vannæring barna í Malaví: Árangur síðustu ára í hættu
Lesa meira
Fara í fréttasafn