22. maí 2017

Dagur rauða nefsins 2017 nálgast

Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

22. maí 2017

Dagur rauða nefsins hjá UNICEF nálgast óðum en hann verður haldinn hátíðlegur þann 9. júní næstkomandi. Í tilefni þess hefur strætó sett upp rautt nef og á götum Reykjavíkur sjást því rauðnefjaðir strætisvagnar með skilaboðunum „Besta leiðin til að breyta heiminum“ en þar er vísað í UNICEF og heimsforeldra.

Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Hann nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem grínstjórarnir Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim.

„Þetta er sennilega það mest gefandi sem við höfum gert. Það eru algjör forréttindi að fá að vinna að skemmtiefni en vera um leið að leggja hjálparstarfi lið,“ segja Saga og Dóra.

„Eins var magnað að finna fyrir því hvað allir sem við báðum um að taka þátt hikuðu ekki við að legga sitt af mörkum fyrir UNICEF. Enda er UNICEF að vinna gríðarlega mikilvægt starf út um allan heim.“

Með átakinu vill UNICEF skemmta fólki og vekja um leið athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Þetta verður skemmtun sem sannarlega skiptir máli.

„Rauða nefið táknar gleði og hlátur, nokkuð sem ætti að vera stór hluti af lífi allra barna. Það er líka gaman að gefa og hláturinn getur lengt lífið … í bókstaflegri merkingu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

„Við erum afskaplega þakklát öllu því frábæra fólki sem leggur okkur lið á degi rauða nefsins, enda yrði hann ekki að veruleika án þess. Stuðningurinn er ómetanlegur og gefur okkur byr undir báða vængi í baráttunni fyrir réttindum barna um allan heim.“

Tjarnargatan framleiðir grínefnið í þáttinn og auglýsingastofan Jónsson og Le´macks vinnur markaðsátakið fyrir dag rauða nefsins. Það eru Vodafone, Lindex á Íslandi og Kvika sem greiða kostnaðinn vegna þessa.

Fleiri
fréttir

19. apríl 2024

Þrjú börn létust í árásum í Úkraínu
Lesa meira

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira
Fara í fréttasafn