Takk fyrir að standa vörð

um réttindi barna

Heimsforeldrar

eru hugsjónafólk

Í dag er góður dagur! Þú hjálpaðir börnum að mennta sig, tókst þátt í að veita vannærðum börnum meðferð, krafðist þess að yfirvöld virtu réttindi barna og veittir börnum á flótta hjálp. Sem Heimsforeldri muntu gera það sama á morgun. Og hinn daginn ...

UNICEF býður öllum nýjum Heimsforeldrum í rafræna heimsreisu sem tekur þá frá einu landi til annars og gefur þeim innsýn inn í baráttu UNICEF víðsvegar í heiminum. Nánari upplýsingar um heimsreisu Heimsforeldra má finna hér

Takk fyrir að vera með okkur í liði og vilja gera heiminn að betri stað fyrir börn.

Algengar spurningar

Mikilvægt er að tilkynna okkur um það þegar skipt er um bankareikning eða kreditkort. Að öðrum kosti munu styrkir ekki berast okkur. Öruggast er að hringja í okkur í síma 552 6300 og tilkynna um nýjar upplýsingar. Við mælum gegn því að svo viðkvæmar upplýsingar séu sendar með tölvupósti. Breytingar á heimilisfangi eða tölvupóstfangi má tilkynna okkur með því að senda póst á netfangið unicef@unicef.is eða hringja í okkur í síma 552 6300. Endilega látið okkur vita um allar slíkar breytingar svo við getum tryggt að ykkur berist áfram samskiptaefni frá okkur. Takk takk!

Þú getur hækkað eða lækkað framlag þitt hvenær sem er! Þú sendir okkur einfaldlega línu á netfangið unicef@unicef.is eða hefur samband í síma 552 6300. Við græjum þetta fljótt og örugglega.

Að vera Heimsforeldri er algjörlega valfrjálst. Heimsforeldrar geta því hætt hvenær sem þeir kjósa. Þú hefur einfaldlega samband við okkur í síma 552 6300 og við afskráum þig samdægurs. Vegna vinnulags banka og greiðslukortafyrirtækja kann sú staða þó að koma upp að því miður ekki sé ekki hægt að stöðva skuldfærslu fyrir komandi mánuð. Mánuðinn þar á eftir verður þú svo að sjálfsögðu ekki skuldfærð/ur.

Það skiptir okkur miklu máli að það sé ánægjuleg reynsla fyrir þig að vera Heimsforeldri. Ef þú ert með ábendingu um hvað betur má fara eða vilt koma athugasemdum áleiðis hvetjum við þig til að senda okkur tölvupóst á netfangið unicef@unicef.is eða hafa samband við okkur í síma 552 6300. Allar ábendingar eru afar vel þegnar. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Vissir þú?

Árið 2021 hjálpaðir þú okkur að bregðast við áhrifum COVID-19 á börn um allan heim. Þú hjálpaðir okkur til dæmis að tryggja aðgengi að heilbrigðis- og næringarþjónustu, bregðast við skólalokunum með því að efla fjarkennslu og tókst þátt í að vernda samfélög og framlínustarfsfólk.

Á sama tíma hjálpaðir þú ótal börnum á flótta og veittir þeim öruggt skjól, hlý föt, mat og sálræna aðstoð.

Þegar Jemen var var á barmi hungursneyðar hjálpaðir þú okkur að veita vannærðum börnum þar lífsnauðsynlega hjálp. 

Árið 2021 hjálpaðir þú okkur líka að veita börnum í Beirút neyðaraðstoð eftir öflugar sprengingar í borginni.  

Í stuttu máli: Þú tókst virkan þátt í því með okkur að gera heiminn að betri stað - Takk fyrir að standa með börnum heimsins.

Við viljum gjarnan

heyra frá þér

Sendu okkur línu

Hringdu í okkur

Kíktu í heimsókn

Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður

Opið mán - fim 09:00 - 16:00 | Fös 09:00 - 13:00 | Lokað í hádeginu