Heimreisa

Heimsforeldra

Ævintýri um allan heim

Við höfum boðið þér með í heimsreisu til að sjá hvernig þú stendur vörð um réttindi barna um allan heim. Endilega fylgstu vandlega með tölvupóstunum þínum!

Í heimsreisunni kynnumst við baráttu UNICEF í Afganistan, Perú, Madagaskar, Sýrlandi, Lesótó, Búrkína Fasó, Nepal og víðar. Þú ert nú hluti af neti sem nær til yfir 190 ríkja og hefur það að markmiði að gera heiminn að betri stað.

Saman í rafrænt

ferðalag!

Á ferðalaginu ...

  • Setjumst við á skólabekk
  • Förum ofan í gullnámu
  • Kynnumst því hvað er næringarríkt og alveg ókeypis
  • Hittum fólkið á bak við tjöldin
  • Kynnumst Barnasáttmálanum
  • Fylgjumst með baráttu UNICEF fyrir börn á öllum aldri – frá meðgöngu til unglingsára. 

    Vertu viss um að skoða tölvupóstana okkar!

Þú ert í liði með hugsjónafólki um allan heim sem hefur skýrt markmið: Að gera heiminn að betri stað fyrir börn. 

Besta byrjunin!

Þegar von er á barni er ótrúlegt ævintýri í vændum. Saman gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að ævintýrið verði sem farsælast. Hvernig tryggjum við gott upphaf fyrir öll börn? Á ferðalaginu okkar fáum við að kynnast börnum allt frá fæðingu til unglingsára, auk þess að flakka vítt og breitt um heiminn.

Algengar spurningar

Af því að okkur langar svo að sýna þér hvernig baráttan sem þú tekur þátt í skiptir máli: Hvernig hún snertir börn heimshornanna á milli. 

Þess vegna datt okkur í hug að bjóða nýjum heimsforeldrum með okkur í rafræna heimsreisu sem tæki þá frá einu landi til annars og gæfi þeim innsýn inn í baráttu UNICEF.

Okkur langaði að ferðalagið sýndi þér hvernig baráttan fer fram á ólíkum sviðum (til dæmis hvað varðar menntun, heilsugæslu og barnavernd), hvernig hún snertir börn á ólíkum aldri (ófædd börn sem 17 ára gömul!) og hvernig hún á sér stað í ólíkum heimsálfum (við erum jú til staðar í yfir 190 ríkjum heims). Á vettvangi gerum við nefnilega þetta allt á sama tíma. 

Við vonum að þú njótir ferðalagsins með okkur! 

Þú færð reglulega senda tölvupósta frá okkur. Sumir póstarnir innihalda stutt vídeó sem við bjuggum til og í öðrum eru tenglar á sérstakar myndasíður sem dásamlegir sjálfboðaliðar settu upp fyrir okkur. Við sendum þér einnig þrisvar sinnum sms

Við setjum ferðalagið upp sem rúmt ár. Að því loknu færist þú inn á hefðbundinn póstlista heimsforeldra og heldur áfram að fá sögur beint af vettvangi – sögur sem sýna af hverju stuðningur þinn sem heimsforeldri skiptir svo miklu máli. 

Þú getur auðvitað hvenær sem er afskráð þig af póstlistanum og sömuleiðis skráð þig aftur á hann.