Réttindafræðsla

fyrir börn

Hvað eru mannréttindi?

Ævar Þór, sendiherra UNICEF á Íslandi, útskýrir með hjálp teiknimyndavélarinnar hvað mannréttindi eru. Teikningar eru eftir Ágúst Elí Ásgeirsson.

Hvað stendur í Barnasáttmálanum?

Barnasáttmálinn er festur í lög á Íslandi rétt eins og umferðareglurnar og þess vegna er mikilvægt að öll börn viti hvað stendur í honum. Ævar Þór, sendiherra UNICEF á Íslandi útskýrir efni sáttmálans með aðstoð úr óvæntri átt.

Við eigum öll réttindi

Í þessari litríku og vinalegu teiknimynd læra vinirnir Vinný, Kókó og Oggi að öll börn eiga réttindi. Þau skoða hvaða réttindi það eru og hvernig börn geta notið réttinda sinna.

Börn stíga fram

Á tímum þar sem margir vilja afskrifa, þagga niður í eða gera lítið úr skoðunum barna er þetta myndband þörf áminning um að fullorðnir þurfa að hlusta og spyrja sig: Hvað ætla ég að gera?

Bólusetningar, já takk!

Í fræðslumynd UNICEF-Hreyfingarinnar fræðumst við um mikilvægi bólusetninga fyrir börn og hvers vegna það skiptir máli að tryggja að öll börn fái slíka vörn gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ævar Þór, sendiherra UNICEF á Íslandi, fær hjálp frá Þórólfi sóttvarnarlækni og Nadíu Lóu, formanni Ungmennaráð UNICEF á Íslandi, til að fræðast um þetta áhugaverða málefni.

Betra er að segja en að þegja

Fræðslumyndin Betra að segja en að þegja, sem UNICEF bjó til í samstarfi við Ævar Þór fyrir UNICEF-Hreyfinguna, segir frá mikilvægi þess að segja frá ef börn verða vitni af ofbeldi.

Endurnýta, endurvinna, eyða minna

Í mynd UNICEF á Íslandi "Endurvinna, endurnýta og eyða minna: Áhrif loftslagsbreytinga á réttindi barna", fjallar Ævar Þór, sendiherra UNICEF á Ísland, um ástæður loftslagsbreytingar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, réttindi barna og hvað við getum gert til að sporna gegn frekari hlýnun jarðar.

Skólar og stríð

Hvað verður um skóla þegar stríð og hamfarir ganga yfir? Halda börn áfram námi? Ævar Þór skoðar skólastarf við neyðaraðstæður í fræðslumynd UNICEF-hreyfingarinnar. Ævar fær aðstoð Héðins Halldórssonar, sem þá vann fyrir UNICEF með sýrlenskum börnum á flótta í Líbanon, og við heyrum sögur fimm barna sem flúið hafa átök í heimalöndum sínum. Börnin eiga það sameiginlegt að vilja mennta sig en fá ekki öll tækifæri til þess.