STYRKJA UNICEF
MÁNAÐARLEGA UM 3.000 KR.

Heimsforeldrar bjarga
börnum
Sem heimsforeldri gætir þú að velferð barna um heim allan. Þú hjálpar börnum sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum.
Í dag gæti gjöf þín sem heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannæringu eða losnað undan barnaþrælkun.
Sem heimsforeldri styður þú ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpar börnum um allan heim þar sem þörfin er mest.
UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við sinnum langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð og erum á vettvangi í yfir 190 löndum. Veldu rétt. Vertu með!