14. júlí 2021

Henrietta Fore lætur af störfum sem framkvæmdastjóri UNICEF

Til stóð að kjörtímabili Fore lyki árið 2022 en vegna heilsufars eiginmanns hennar sem glímir við erfið veikindi, hefur hún ákveðið að láta af störfum fyrr.

Mikið er unnið með teikningar í miðstöðvunum og börnin lita, mála og þar fram eftir götunum.

Framkvæmdastjóri UNICEF (Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna), Henrietta Fore, hefur ákveðið að láta af störfum hjá stofnuninni. Fore tilkynnti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres afsögn sína í gær, 13 júlí. Til stóð að kjörtímabili Fore lyki árið 2022 en vegna heilsufars eiginmanns hennar sem glímir við erfið veikindi, hefur hún ákveðið að láta af störfum fyrr. Til að tryggja að störf UNICEF haldi ótrauð áfram hefur Fore fallist á beiðni Sameinuðu þjóðanna að sitja áfram í embætti þar til eftirmaður hennar hefur verið ráðin(n)

„ Þetta hefur verið erfið ákvörðun. Að þjóna sem framkvæmdastjóri UNICEF hefur verið gríðarlegur heiður. Ég er stolt af því starfi sem við hjá UNICEF vinnum. Við höfum náð ótrúlegum árangri á þessum óvenjulegum tímum en á sama tíma er enn mikið verk framundan.“ , sagði Fore í tilkynningu til starfsmanna UNICEF

Fore tók við embættinu í janúar 2018 og er sjöundi framkvæmdastjóri UNICEF í 75 ára sögu stofnunarinnar sem var stofnuð árið 1946.

Við hjá UNICEF á Íslandi viljum þakka Henriettu Fore innilega fyrir það ómetanlega starf sem hún hefur unnið í þágu barna um allan heim.

Fleiri
fréttir

14. október 2024

„Börn hefja engin stríð“
Lesa meira

10. október 2024

370 milljónir stúlkna í heiminum beittar kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur
Lesa meira

08. október 2024

UNICEF afhent sjúkragögn handa tveimur milljónum í Líbanon
Lesa meira
Fara í fréttasafn