26. júní 2017

Kólerufaraldurinn í Jemen smitar um fimm þúsund manns á dag

Á aðeins tveimur mánuðum hefur kólera breiðst út til allra landshluta Jemen. Nú þegar hafa fleiri en 1300 manns dáið, þar af er fjórðungur börn, og búist er við að fjöldi látinna muni aukast.

26. júní 2017

Yfir 200 þúsund manns hafa smitast af kóleru í Jemen, og talið er að um fimm þúsund ný tilfelli greinist á dag. Við stöndum nú frammi fyrir versta kólerufaraldri í heiminum.

Á aðeins tveimur mánuðum hefur kólera breiðst út til allra landshluta Jemen. Nú þegar hafa fleiri en 1300 manns dáið, þar af er fjórðungur börn, og búist er við að fjöldi látinna muni aukast.

Kólerufaraldurinn er bein afleiðing tveggja ára átaka í landinu. Versnandi innviðir hafa orðið til þess að um 14,5 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, en kólera smitast oftast í gegnum mengað vatn og mat. Vaxandi tíðni vannæringar barna gerir þau auk þess varnarlaus gagnvart sjúkdómum. Um 30 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, sem vinna dag og nótt við að stöðva faraldurinn, hafa ekki fengið laun í næstum tíu mánuði.

UNICEF, Alþjóðaheilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna og samstarfsaðilar keppast við að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins og veita fólki hreinlætisaðstöðu, læknismeðferð og aðgang að hreinu vatni. Viðbragðsteymi fara nú hús úr húsi og veita fjölskyldum upplýsingar um hvernig þær geta verndað sig gegn sjúkdómnum með því að hreinsa og geyma drykkjarvatn.

Hægt er að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Jemen og öðrum ríkjum sem ramba á barmi hungursneyðar hér.

Fleiri
fréttir

17. apríl 2024

Börn í Réttindaskólum sýna betri skilning á réttindum sínum og Barnasáttmálanum
Lesa meira

15. apríl 2024

Ár af stríði í Súdan: Hvergi fleiri börn á flótta í heiminum
Lesa meira

11. apríl 2024

Þrjár ungar stúlkur létu lífið undan ströndum Grikklands
Lesa meira
Fara í fréttasafn